Fara í efni  

Fréttir

Ert þú frumkvöðlakona?

Ert þú frumkvöðlakona?
Female Rural Enterprise Empowerment

Vinnumálastofnun stýrir Evrópuverkefninu FREE - Female Rural Enterprise Empowerment en verkefnið hefur fengið 40 milljónir í styrk úr Erasmus+ áætlun Evrópusambandsins. Samstarfsaðilar í verkefninu eru sjö talsins og koma frá Bretlandi, Króatíu, Búlgaríu og Litháen en auk Vinnumálastofnunar á Íslandi tekur Byggðastofnun þátt í verkefninu.

FREE verkefnið hefur það markmið að efla hæfni frumkvöðlakvenna á landsbyggðinni.

Boðið verður upp á fræðslu í viðskiptatengdum þáttum í fjarkennslu, en einnig verður lögð áhersla á að byggja upp persónulega færni með því að bjóða upp á þátttöku í þjálfunarhringjum (Enterprise circles). Nýjar leiðir verða nýttar til að ná til þátttakenda sem búa í dreifbýli til að tryggja aðgengi þeirra að fræðslu og tengslaneti en það er einnig hlutverk verkefnisins að þróa tengslanet sem konur geta nýtt sér til stuðnings og lært af. Fyrsti verkþáttur FREE verkefnisins er að leita til kvenna til að taka þátt í rýnihópaumræðum um stöðu frumkvöðlakvenna á landsbyggðinni. Með þessari aðferð verður til ný þekking sem getur varpað skýrari ljósi á aðstæður frumkvöðlakvenna í viðkomandi löndum.

Nú leitum við að konum á Vestfjörðum, Norðurlandi vestra og Austurlandi til að taka þátt í umræðum sem munu fara fram um miðjan janúar næstkomandi.

Leitað er eftir konum sem eru:

  • eigendur að nýstofnuðu fyrirtæki eða
  • með viðskiptahugmynd sem þær vilja koma í framkvæmd

Markmiðið er að safna upplýsingum um stöðu og þarfir frumkvöðlakvenna og þróa nýjar leiðir til þess að efla enn frekar atvinnusköpun sem getur styrkt efnahagslega og félagslega stöðu kvenna á dreifbýlum svæðum. Umræður í hópunum mun fara fram á íslensku.

Ef þú hefur áhuga á því að taka þátt í að móta nýjar hugmyndir með okkur þá vinsamlegast sendu tölvupóst með eftirfarandi upplýsingum fyrir 6.janúar nk.

  • Nafn fyrirtækis/viðskiptahugmyndar
  • Nafn umsækjanda:
  • Símanúmer /GSM
  • Heimili:
  • Kennitala
  • Netfang
  • Stutt lýsing á starfsemi eða lýsing á viðskiptahugmynd.
  • Ef fyrirtæki hefur verið stofnað hve lengi hefur það verið í rekstri?
  • Vefsíða fyrirtækis – slóð (ef hún er til)
  • Hvers vegna hefur þú áhuga á þátttöku?

Umsóknir sendist til:

Vestfirðir: Guðrún Gissurardóttir, gudrun.gissurardottir@vmst.is
Norðurland vestra – Austurland: Anna Lea Gestsdóttir, anna@byggdastofnun.is


Til baka

Fréttasafn

2025
janúar
2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389