Fréttir
Erlendir ríkisborgarar í íslensku samfélagi
Samkvæmt upplýsingum sem embætti Ríkisskattstjóra vann fyrir Byggðastofnun greiddu erlendir ríkisborgarar yfir tíu milljarða í skatta og
gjöld vegna tekna sem þeir öfluðu árið 2009. Álagður tekjuskattur var rúmir fjórir milljarðar og álagt útsvar rúmir
sex milljarðar. Skattar og gjöld erlendra ríkisborgara vegna tekna árið 2009 voru 26% hærri og skattgreiðendum fjölgaði um 33% miðað
við sambærilega greiningu frá árinu 2005.
Erlendir ríkisborgara hafa styrkt íslenskt efnahagskerfi og erlendir skattgreiðendur skila meiru til ríkis og sveitarfélaga en þeir kosta því flestir sem hingað koma eru á vinnufærum aldri. Skattar sem erlent starfsfólk greiðir til íslensks samfélags eru m.a. notaðir til að reka mennta- og heilbrigðiskerfið. Erlent verkafólk skapar verðmæti fyrir samfélagið í heild sinni og margir úr þeirra röðum sinna öldruðum og sjúkum.
Flutningsjöfnuður íslenskra ríkisborgara hefur verið neikvæður undanfarna áratugi. Alls hafa horfið á brott 21.300 fleiri Íslendingar til útlanda á tímabilinu 1961-2010 en flutt hafa til landsins. En á móti kemur að rúmlega 25.000 fleiri erlendir ríkisborgarar hafa flutt til landsins en frá því. Það hefur leitt til þess að hér hefur verið jákvæð fólksfjöldaþróun síðastliðna þrjá áratugi.
Mynd 1. Flutningsjöfnuður íslenskra og erlendra ríkisborgara árin 1961-2010
Heimild: Hagstofa Íslands.
Aflvakinn að baki fólksflutningum er margþættur en með mikilli einföldun má segja að það sé ójöfnuður og óstöðugleiki sem leiði til þess að milljónir manna flytjist á milli landa og landssvæða á hverju ári. Það má gera ráð fyrir að aðflutningur erlendra ríkisborgara til Íslands stjórnist að einhverju leyti af aðstæðum í heimalandinu, s.s. atvinnuástandi, tekjumöguleikum og stjórnmálaástandi. Þetta hefur ef til vill ráðið einhverju um þann mikla fjölda Pólverja sem sest hafa að hérlendis á undanförnum árum.
Stækkun Evrópusambandsins árið 2004 hafði mikil áhrif á fólksflutninga til Íslands því í kjölfarið varð landið hluti að mun stærri vinnumarkaði og á sama tíma var mikil uppsveifla í íslensku efnahagslífi. Saman leiddu þessar aðstæður til þess að þáttaskil urðu í aðflutningi erlendra ríkisborgara til Íslands á fyrsta áratug þessarar aldar.
Í kjölfar mikillar niðursveiflu í efnahagslífinu haustið 2008 fóru af stað mikill brottflutningur, þúsundir Íslendinga og erlendra ríkisborgara fóru frá landinu 2009 og 2010 Það vekur hins vegar athygli að ekki fleiri erlendir ríkisborgarar hafi flutt á brott miðað við fjöldann sem flutti til landsins á árunum á undan. Hugsanlega getur skýringin verið að þrátt fyrir mikinn samdrátt á vinnumarkaði og aukið atvinnuleysi meðal erlendra ríkisborgara þá er mikill meirihluti með vinnu. Margir hafa líka unnið hér árum saman og eiga rétt á atvinnuleysisbótum og víða í Evrópu er mikið atvinnuleysi.
Samkvæmt kenningum um búferlaflutninga þá meta einstaklingar umfang kosta og galla út frá þeim tegundum atriða sem skipta máli í lífi fólks. Hinn mikli aðflutningur erlendra ríkisborgara til Íslands undanfarin ár bendir til þess að margir álíta hag sínum betur borgið á Íslandi en í sínu heimalandi.
Skýrsluna má nálgast hér
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember