Fara í efni  

Fréttir

Enn brothætt staða á Raufarhöfn þó margt hafi áunnist

Enn brothætt staða á Raufarhöfn þó margt hafi áunnist
Frá íbúaþingi

Margt hefur áunnist á Raufarhöfn fyrir tilstuðlan verkefnisins, „Raufarhöfn og framtíðin“, en staða byggðarinnar er engu að síður alvarleg og brothætt.

Þetta er meginniðurstaða fjölmenns íbúafundar sem haldinn var á Raufarhöfn, þriðjudaginn 8. apríl. 

Verkefnið „Raufarhöfn og framtíðin“ er eitt af fjórum verkefnum á vegum Byggðastofnunar í svokölluðum „brothættum byggðum“, en einnig standa Norðurþing, Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga, Háskólinn á Akureyri og íbúar Raufarhafnar að verkefninu.  Fulltrúar frá þessum aðilum sátu íbúafundinn, en stofnanirnar skipa verkefnisstjórn ásamt einum fulltrúa íbúa.

Á íbúaþingi sem haldið var í janúar 2013 var aukinn byggðakvóti talinn stærsta hagsmunamálið fyrir eflingu byggðar á Raufarhöfn.  Það hefur nú gengið eftir með úthlutun 400 tonna af sérstökum heimildum sem Alþingi fól Byggðastofnun að úthluta. Fyrir ári síðan voru 19 manns starfandi í fiskvinnslu GPG á Raufarhöfn en eru nú 34 í heilsársstörfum.  Þetta skilar einnig auknum umsvifum á höfninni og þar er verið að huga að fjárfestingum og breytingum.

Sérstaða Raufarhafnar sem þorps við heimskautsbaug skapar ýmis tækifæri og unnið er að stofnun alþjóðlegrar rannsóknastöðvar sem verður hluti af neti rannsóknastöðva á norðurslóðum (INTERACT).

Stofnuð hafa verið íbúasamtök og nýstofnað félag eldri borgara vinnur af krafti að endurbótum á húsnæði sem félagið hefur fengið fyrir starfsemi sína.

Margt er að gerast í ferðaþjónustunni og vinna hagsmunaaðilar og áhugafólk saman, út frá heildstæðri framtíðarsýn undir yfirskriftinni „Áfangastaðurinn Raufarhöfn“.

Á Raufarhöfn eru 47 íbúðir þar sem eigendur búa ekki í húsum sínum, þessar íbúðir eru í mörgum tilvikum leigðar út  eða nýttar sem orlofshús en þó er skortur á leiguhúsnæði.  Á fundinum sagði Þórný Barðadóttir, meistaranemi við Háskólann á Akureyri, frá könnun sem hún gerði meðal eigenda þessara húsa.  Markmið könnunarinnar var að fá yfirsýn yfir autt húsnæði og kanna ástand eigna og nýtingarmöguleika.  Varpaði hún fram þeirri spurningu hvort stofnun leigufélags gæti liðkað fyrir því að fleiri vildu bjóða hús sín til leigu.

Kristján Þ. Halldórsson hefur starfað sem verkefnisstjóri á vegum Byggðastofnar á Raufarhöfn í eitt ár og fylgt málum eftir.  Starfstími hans hefur nú verið framlengdur út júní.

Stærsta, en jafnframt erfiðasta viðfangsefnið nú, er fækkun barna í grunnskólanum, en í vetur verða þar 5 börn í 3. – 5. bekk og 5 börn á leikskóla.  Þannig að þrátt fyrir ýmis jákvæð teikn, er staðan og trúin á framtíðina mjög brothætt, eins og skýrt kom fram á fundinum.

Raufarhafnarbúar lýstu ánægju með verkefnið „Raufarhöfn og framtíðin“ og þá aðferðafræði að vinna náið með íbúum.  Fram komu áhyggjur af því hvernig verkefninu verði fylgt eftir þegar verkefnisstjóri hættir.  Byggðastofnun er nú að móta framhald verkefnisins á landsvísu og hyggst vinna með þessum hætti í fleiri byggðarlögum.  Framhald á Raufarhöfn mun því skýrast á næstu vikum, en forstjóri Byggðastofnunar fullvissaði heimamenn um að stofnunin muni halda áfram að vera bakhjarl fyrir Raufarhöfn.


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389