Fara í efni  

Fréttir

Efling menntunar og menningar

Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra og Tómas Ingi Olrich, menntamálaráðherra, undirrituðu í Háskólanum á Akureyri mánudaginn 24. febrúar samkomulag um átak til eflingar menntun og menningu til hagsbóta fyrir mannlífið og atvinnuþróunina á landsbyggðinni. Starfsmenntunin fær verðskuldaða athygli og menningartengd atvinnustarfsemi einnnig.

Skilgreind hafa verið verkefni í samræmi við byggðaáætlun 2002-2005 þar sem lögð er áhersla á tengsl menntunar og menningar við þróun atvinnulífs í dreifðum byggðum. Upplýsingatækni verður markvisst nýtt til að efla símenntun og starfsmenntun á landsbyggðinni og stuðla að auknu námsframboði á öllum skólastigum. Einnig verður unnið að því að auka aðgengi að menningarefni frá ólíkum landssvæðum.

Ráðuneytin munu sameiginlega leggja fram að lágmarki 100 milljónir króna á ári í þrjú ár, samtals 300 milljónir króna, í verkefni um allt land. Ákveðið hefur verið að ráðast í eftirfarandi verkefni á árinu 2003:

1. Eflingu símenntunarmiðstöðva og uppbyggingu háskólanámssetra. Bætt verði aðgengi að menntun, starfsnámi, símenntun og fjarnámi.

2. Starfsmenntun á landsbyggðinni. Framhaldsskólar á landsbyggðinni m.a.styrktir til að halda úti fámennum námshópum.

3. Dreifmenntun í dreifbýli þar sem nemendur geta sótt dreifnám sniðið að þeirra þörfum.

4. Menning á landsbyggðinni. Aukið verði aðgengi almennings að menningarefni. Styrkir veittir til að safna upplýsingum til birtingar á netinu, um varðveislu byggðar sem á sér rótgróna sögu og menningarsögulegt gildi


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389