Fréttir
Dreifing sauðfjár á Íslandi
Á síðasta ári vann Byggðastofnun samantekt um dreifingu sauðfjár á Íslandi. Það var gert í framhaldi af nýjum búvörusamningum sem undirritaðir voru í febrúar 2016. Þar sem skapalón að þessari vinnu var til staðar hjá stofnuninni og blikur eru á lofti varðandi framtíð sauðfjárbúskaparins var ákveðið að kalla að nýju eftir gögnum frá Matvælastofnun og gera samanburð á haustásetningi ársins 2015 og 2016. Einnig þótti æskilegt að taka stöðuna eins og hún er þar sem að miklar breytingar á sauðfjárbúskap gætu átt sér stað á næstu misserum.
Gögn um fjölda sauðfjár miðast við vetrarfóðraðar kindur samkvæmt haustskýrslum bænda og frístundabænda til Matvælastofnunar haustið 2016. Með fjölda vetrarfóðraðra kinda er hér átt við samtölu áa, hrúta, sauða, lambhrúta, geldinga og lambgimbra. Fjöldi sauðfjárbúa voru 2.422 og hafði fækkað um 76 frá fyrra ári. Sauðfé fjölgaði hins vegar lítillega á milli ára. Fjöldi ásettra kinda voru 471.728 en voru 470.678 haustið 2015. Fjölgunin er ríflega þúsund kindur eða 0,2%.
Fréttasafn
- 2025
- janúar
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember