Fréttir
Vel heppnuð byggðaráðstefna í Mýrdalnum undir heitinu „Menntun án staðsetningar?“
Nú á þriðjudag og miðvikudag var haldin áhugaverð tveggja daga ráðstefna um menntamál á Hótel Kötlu í Mýrdal. Ráðstefnan bar yfirskriftina „Menntun án staðsetningar?“ og var ein af byggðaráðstefnum sem Byggðastofnun stendur að annað hvert ár í samstarfi við Samband sveitarfélaga og landshlutasamtökin, ásamt því sveitarfélagi þar sem ráðstefnan er haldin hverju sinni. Sú sem nú var haldin er sú fjórða í röðinni. Ráðstefnurnar eru vettvangur fólks úr háskólum, stjórnsýslu, sveitastjórnum, skólakerfinu og annarra sem áhuga hafa á byggðaþróun og menntamálum. Hver ráðstefna hefur sitt meginþema, að þessu sinni menntamál.
Flutt voru fimmtán erindi afar fjölbreytt að efni og fyrirlesarar komu flestir frá háskólum, stofnunum eða sveitarfélögum. Menntamálaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, ávarpaði ráðstefnugesti og fylgdi því eftir með grein í Morgunblaðinu nú í morgun. Einnig ávarpaði fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis, Guðrún Hafsteinsdóttir, ráðstefnugesti.
Umfjöllunarefni ráðstefnunnar voru margvísleg, meðal annars hvernig sveitarfélagið Hornafjörður í samstarfi við Háskóla Íslands hefur nálgast viðfangsefnið starfsþróun kennara og starfsfólks í grunnskólum, um skólaþjónustu sveitarfélaga, leiðir til að bæta þjónustu við skólana út um landið, nýtingu tækni til að auka tækifæri nemenda og jafna aðbúnað, fjarkennslu raungreina, áhrif aukinnar menntunar á búsetu, stöðu og hlutverk þekkingarsetra, hvernig Fab Lab smiðjur geta eflt áhuga og færni í raun-, verk- og tæknigreinum og menntun án staðsetningar með skóla í skýjum.
Um 70 manns mættu á staðinn en um 30 hlustuðu gegnum streymi, svo segja má að um hundrað manns hafi sótt ráðstefnuna. Veðrið lék kannski ekki við ráðstefnugesti á þriðjudaginn og sumir þurftu jafnvel að bíða í bílum sínum meðan stormurinn rasaði og um tíma var vegi um Suðurland lokað á þriðjudaginn vegna veðurs. Mýrdalurinn brosti hins vegar sínu blíðasta seinni ráðstefnudaginn. Í heildina tekið tókst allt vel til og mátti heyra að margir voru ánægðir með að geta loks hist á ný í raunheimum.
Reikna má með að upptaka af ráðstefnunni verði aðgengileg á síðu Byggðastofnunar innan skamms, ásamt glærum fyrirlesaranna.
Að undirbúningi ráðstefnunnar komu auk Byggðastofnunar, Samband íslenskra sveitarfélaga, SASS, Háskólafélag Suðurlands og Mýrdalshreppur.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember