Fréttir
Þjónustukort Byggðastofnunar með þér inn í sumarfríið
Þjónustukort Byggðastofnunar er hinn fullkomni ferðafélagi inn í ferðalög sumarsins um landið. Á eina og sama staðnum getur þú nú fundið upplýsingar um alla helstu þjónustuþætti sem þarf til fyrir vel heppnað sumarfrí.
Í Þjónustukorti Byggðastofnunar eru teknar saman upplýsingar um hina ýmsu þjónustuþætti sem finna má út um allt land á íslensku, ensku og pólsku. Fyrir þá sem hyggja á ferðalög innanlands er Þjónustukortið góður leiðarvísir og grunnur að skipulagningunni, þar sem finna má upplýsingar um þætti líkt og hleðslu- og bensínstöðvar á landinu, sundlaugar, tjaldsvæði, hótel, söfn og sýningar, veitingastaði, dagvöruverslanir, apótek og margt fleira sem til þarf fyrir vel heppnað ferðalag. Meirihluti umræddra gagna er aflað af Byggðastofnun á meðan önnur eru fengin frá hinum ýmsu stofnunum, s.s. Orkustofnun, Ferðamálastofu, o.fl.
Þjónustukort Byggðastofnunar var sett á laggirnar árið 2018 en verkefnið var upphaflega í byggðaáætlun 2018-2024. Það gefur yfirsýn yfir ýmsa þjónustu á landinu öllu en markmið þess er að auka og bæta aðgengi almennings að upplýsingum um þjónustu hins opinbera og einkaaðila. Reglulega bætast nýir flokkar við og nú síðast voru það staðsetningar hleðslustöðva. Því er loks hægt að sjá á sama stað dreifingu bensín- og hleðslustöðva um landið. Anna Lilja Pétursdóttir sérfræðingur á þróunarsviði Byggðastofnunar sér um uppfærslur á þjónustukortinu. „Kortið er þess eðlis að mikilvægt er að vera vakandi yfir því og uppfæra reglulega. Sumir flokkar breytast lítið sem ekkert milli ára á meðan aðra flokka þarf stöðugt að vakta því við viljum hafa upplýsingarnar sem réttastar á hverjum tíma. Með kortinu á að vera hægt að leggja grunn að bættri þjónustu við almenning, auknum tækifærum til nýsköpunar og stefnumótunar á sviði byggðamála.“
Kemur þú auga á eitthvað sem vantar inn í kortin okkar? Við tökum öllum ábendingum um slíkt fagnandi. Vinsamlegast sendu tölvupóst á annalilja@byggdastofnun.is.
Þjónustukort Byggðastofnunar gefur yfirsýn yfir ýmsa þjónustu á landinu öllu. Markmiðið er að auka og bæta aðgengi almennings að upplýsingum um þjónustu hins opinbera og einkaaðila. Þannig er lagður grunnur að bættri þjónustu við almenning, auknum tækifærum til nýsköpunar og frekari stefnumótunar á sviði byggðamála. Kortið er verkefni úr byggðaáætlun 2018-2024 og opnaði árið 2018.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember