Fréttir
NORA styrkir sjö samstarfsverkefni
NORA, Norræna Atlantssamstarfið, samþykkti styrki til sjö samstarfsverkefna á fundi sínum í Kaupmannahöfn í lok nóvember. Í allt fá þessi verkefni tæpar 2,5 milljónir danskra króna í styrk. Íslendingar stjórna þremur af þessum verkefnunum, en almennt er þátttaka Íslendinga í NORA-verkefnum mjög góð.
Eftirfarandi verkefni fengu styrki:
- Stofnstærð kolmunna er verkefni sem Háskóli Íslands leiðir í samstarfi við öll hin NORA-löndin. Kolmunni er mikilvæg fisktegund á N-Atlantshafssvæðinu og því mikilvægt að skoða ástand stofnsins. Verkefnið fær styrk að fjárhæð 250.000 danskar krónur.
- Verkefnið MAPAC, snýst um ræktun smáþörunga og nýtingu þeirra til manneldis og fóðurs í fiskeldi. Norðmenn leiða verkefnið með þátttöku Íslands og Færeyja og íslenska fyrirtækið Algalíf ehf. er íslenski þátttakandinn. Styrkfjárhæð, 500.000 dkr.
- Sjálfbær beit – matur í héraði, er verkefni sem Norðmenn leiða og Háskólinn á Hólum tekur þátt í. Verkefnið snýst um að draga úr umhverfisáhrifum landbúnaðar og að svæðisbundnar afurðir/matvæli séu framleiddar á sjálfbæran og vistvænan hátt. Styrkfjárhæð, 450.000 dkr.
- Samstarf í landbúnaði, verkefni sem Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins leiðir og Vatnajökulsþjóðgarður tekur þátt í, ásamt Færeyingum og Grænlendingum. Áherslan er á að virkja bændur í náttúruvernd og umhverfismálum. Styrkfjárhæð, 500.000 dkr.
- Wool in the North tours, er ferðaþjónustuverkefni með áherslu á ullina sem Textílmiðstöð Íslands leiðir og er nú að fá styrk á þriðja og síðasta ári. Öll hin NORA-löndin taka þátt. Styrkfjárhæð, 500.000 dkr.
- Tjaldsvæði og ferðaþjónusta, verkefni sem snýst um samstarf tjaldsvæða í NORA-löndunum og er leitt af Norðmönnum. Um er að ræða forverkefni og því er enn á umræðustigi hver verður íslenskur þátttakandi. Styrkfjárhæð, 60.000 dkr.
- Creative North verkefnið tengist verkefni og ráðstefnu UNLEASH sem NORA tók þátt í og styrkti, með áherslu á ungt fólk og nýsköpun. Ráðstefnan var haldin í Nuuk í ágúst 2022. Unnið hefur verið eftir svipuðum hugmyndum í Kirkenes í norður-Noregi og NORA styður það starf einnig með því að styrkja þetta verkefni. Styrkfjárhæð, 200.000 dkr.
Í tengslum við fund NORA-nefndarinnar í Kaupmannahöfn stóð NORA fyrir fundi ungmenna af NORA svæðinu, auk fulltrúa frá Finnlandi og Norður-Svíþjóð, sem flest höfðu tekið þátt í UNLEASH verkefninu í Nuuk í ágúst 2022. Efni fundarins í Kaupmannahöfn var að kanna hug unga fólksins til að skapa vettvang til áframhaldandi samstarfs og með hvaða hætti NORA gæti lagt slíku starfi lið. Niðurstaðan var að halda samtalinu áfram á næstu mánuðum. Meðal annars hyggst NORA efna til viðburðar með fulltrúum ungs fólks á seinni hluta ársins í tengslum við áherslur Íslands 2023 en Ísland fer nú með leiðtogahlutverk í NORA og jafnframt í ráðherranefnd norræna samstarfsins í heild á árinu.
Næsti umsóknarfrestur í NORA verður mánudaginn 6. mars 2023 og rennur fresturinn út á miðnætti. Hægt er að kynna sér reglur um umsóknir á heimasíðu NORA: https://nora.fo/guide-til-projektstotte. Opnað verður fyrir umsóknir nú í janúar og verður birt frétt um það á heimasíðu Byggðastofnunar, www.byggdastofnun.is
Einnig stendur NORA fyrir svokölluðu webinar fyrir þá sem ætla að sækja um og verður það væntanlega í byrjun febrúar og verður sömuleiðis auglýst á heimasíðu Byggðastofnunar.
Rétt er að vekja athygli á að um þessar mundir er auglýst eftir umsóknum um starf framkvæmdastjóra NORA en starfið er laust frá og með 1. ágúst 2023. Áhugasöm eru hvött til að kynna sér málið. Auglýsinguna má sjá hér og hér.
Fréttasafn
- 2025
- janúar
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember