Fara í efni  

Fréttir

Laust starf hjá Byggðastofnun

Byggðastofnun óskar eftir að ráða sérfræðing á þróunarsvið stofnunarinnar.  Byggðastofnun rekur gagnagrunn á sviði byggðamála og eitt af meginmarkmiðum með honum er að gera byggðatengdar upplýsingar aðgengilegar í gegnum vef.  Notaður er PostgreSQL gagnagrunnur og Apache vefþjónn sem keyrðir eru á Linux.

Leitað að starfsmanni til að viðhalda og þróa gagnagrunninn, uppfæra og bæta við nýjum byggðatengdum upplýsingum ásamt áframhaldandi þróun á framsetningu í gegnum vef.  Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af landupplýsingakerfum, sé vanur að vinna með gögn og setja fram upplýsingar á myndrænan hátt. Einnig er þekking á vefsíðugerð eða vefforritun æskileg.

Þá þarf viðkomandi að eiga auðvelt með að túlka upplýsingar og setja niðurstöður fram í ræðu og riti. Einnig þarf viðkomandi að vera tilbúinn til að vinna að öllum þeim þáttum byggðamála sem þróunarsviðið sinnir en það eru fjölbreytt verkefni svo sem vinnsla byggðaáætlunar, skýrslugerð og úttektir á sviði byggðamála, samskipti við atvinnuþróunarfélög,  starfræksla landsskrifsstofa NPA og NORA og samskipti við ESPON svo eitthvað sé nefnt.

Hæfniskröfur:

  • Háskólanám sem nýtist í starfi.
  • Færni í að vinna með gögn.
  • Reynsla af landfræðilegum upplýsingakerfum.
  • Reynsla af vefsíðugerð eða vefforritun.
  • Reynsla af notkun á gagnagrunnum.
  • Sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Frumkvæði og lipurð í mannlegum samskiptum.
  • Hæfileiki til að vinna sjálfstætt og eiga auðvelt með að koma fyrir sig orði munnlega og skriflega.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja (SSF).

Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Umsóknarfrestur er til 6. júní nk. og skulu umsóknir með upplýsingum um menntun og starfsreynslu sendar til Byggðastofnunar, Ártorgi 1, 550 Sauðárkróki eða á netfangið: postur@byggdastofnun.is

Nánari upplýsingar veitir Snorri Björn Sigurðsson, forstöðumaður þróunarsviðs, sími 455 5400 eða 895 8653.

Byggðastofnun hefur það að markmiði að vera eftirsóknarverður vinnustaður fyrir hæfa og metnaðarfulla starfsmenn, konur jafnt sem karla. 28 manns starfa hjá stofnuninni sem hefur á að skipa vel menntuðu fólki með fjölbreytta reynslu.

Byggðastofnun mun á árinu 2020 taka í notkun nýtt húsnæði fyrir starfsemi sína þar sem aðbúnaður allur verður eins og best gerist.

Sauðárkrókur er höfuðstaður Skagafjarðar og einn öflugasti byggðakjarni landsbyggðarinnar. Þar er fjölbreytt og öflugt atvinnulíf. Fjölbreytt þjónusta er í boði, góðir skólar á öllum skólastigum, frá leikskóla til háskóla, kröftugt menningarlíf og öflugt íþróttalíf. Íbúar Sauðárkróks eru um 2.600 talsins.


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389