Fréttir
Íbúar í Reykhólahreppi völdu heitið Fjársjóður fjalla og fjarða
Af íbúaþingi Brothættra byggða í Reykhólahreppi
Samfélagið í Reykhólahreppi hefur alla möguleika á að eflast á ýmsum sviðum. Heita vatnið, stærsta auðlind Reykhólahrepps, er vannýtt auðlind, en jafnframt sú allra mikilvægasta, til að styrkja byggð og atvinnulíf í sveitarfélaginu, til framtíðar. Til að svo megi verða, þarf að endurskoða reglur um nýtingu og nýtingarrétt að mati íbúa.
Þetta var meðal þess sem fram kom á tveggja daga íbúaþingi í Reykhólahreppi helgina 22. – 23. mars. Þingið markaði upphaf að þátttöku byggðarlagsins í verkefni Byggðastofnunar og samstarfsaðila, Brothættum byggðum.
Málefnalegar og einlægar umræður
Fjölmörg mál voru tekin til umræðu á íbúaþinginu, í samtals 17 málefnahópum og mun verða horft til allra málefnanna í mótun verkefnisáætlunar. Aldrei, í tengslum við verkefnið „Brothættar byggðir, hefur verið jafn frjó og einlæg umræða á íbúaþingi, um samskipti og mátt íbúanna til að skapa gott samfélag.
Húsnæðismál voru íbúum ofarlega í huga, m.a. þörf fyrir íbúðarhúsnæði, atvinnuhúsnæði, til að stuðla að nýsköpun, en síðast en ekki síst húsnæði eða bætta aðstöðu fyrir félagslíf, íþróttir og ýmsa viðburði. Meðal annars var velt upp möguleikum á einföldum breytingum til að nýta húsnæði sem þegar er til staðar.
Mikill áhugi er á bættri aðstöðu fyrir íþróttastarf til að skapa aukna fjölbreytni, eins og t.d. fyrir fótbolta, frjálsíþróttir og bogfimi.
Íbúar sjá mikil tækifæri í ferðaþjónustu, m.a. tengdri landbúnaði og var bent á mikilvægi gæða í uppbyggingu ferðaþjónustu. Rætt var um tækifæri tengd menningu og arfleifð og sérstöðu svæðisins hvort heldur horft er til lands eða sjávar, Breiðafjarðar, eyja og skerja, fjalla og dala eða búsetu og byggðar.
Öflugir fulltrúar ungu kynslóðarinnar á þinginu
Sérstaklega var ánægjulegt að fulltrúar yngri kynslóðarinnar tóku virkan þátt á íbúaþinginu, m.a. í umræðum í málefnahópum. Einnig kynntu tvær stúlkur á unglingastigi í Reykhólaskóla hugmyndir nemenda að framtíðarsýn samfélagsins. Yfirskriftin var Reykhólahreppur árið 2030. Nemendur sjá meðal annars fyrir sér að risin verði fleiri hús og fyrirtæki s.s. ísbúð, hótel, kaffihús, hárgreiðslustofa, skemmtistaðir, löggustöð, rannsóknarstöð og bakarí. Einnig að hægt verði að stunda fjölbreyttar íþróttaæfingar s.s. körfubolta, handbolta, fimleika, ballett og mótorkross og að aðstaðan við sundlaugina verði bætt s.s. með nýrri vaðlaug, stærri pottum, rennibraut, meira sundlaugardóti og sánu. Ýmis fleiri atriði komu fram í kynningu unga fólksins og hægt er að fullyrða að unga fólkið er framtíðin og að hugmyndir þeirra og kraftur muni án efa efla samfélagið í Reykhólahreppi til framtíðar.
Verkefninu ýtt úr vör
Með íbúaþinginu hófst formleg þátttaka íbúa Reykhólahrepps í verkefninu Brothættar byggðir og er þetta fimmtánda byggðarlagið þar sem unnið er eftir þessu verklagi Byggðastofnunar. Vel var mætt til þings í blíðviðri, en 30-35 íbúar á breiðum aldri tóku þátt á þinginu auk fulltrúa frá Byggðastofnun, Vestfjarðastofu og annarra gesta.
Þinginu stýrði Sigurborg Kr. Hannesdóttir hjá ILDI. Að verkefninu standa, auk Byggðastofnunar, Reykhólahreppur, Vestfjarðastofa og íbúar í Reykhólahreppi og er verkefnisstjórn skipuð fulltrúum þessara aðila. Embla Dögg Bachmann hefur tekið til starfa sem verkefnisstjóri. Hægt er að hafa samband við hana á netfangið embla@vestfirdir.is
Ástæða er til að þakka íbúum Reykhólahrepps fyrir virka og jákvæða þátttöku á íbúaþinginu um leið og þeim er óskað til hamingju með góða byrjun í byggðaþróunarverkefninu. Það verður sannarlega ánægjulegt að fylgjast með og taka þátt í framvindu verkefnisins.
Hér má sjá myndir sem teknar voru á íbúaþinginu, myndasmiður var Kristján Þ. Halldórsson hjá Byggðastofnun.
Blíðviðri á Reykhólum.
Sigríður Elín Þórðardóttir forstöðumaður Þróunarsviðs hjá Byggðastofnun setur íbúaþingið.
Málefnahópar að störfum.
Ingibjörg Birna sveitarstjóri ritar niður umræður í málefnahópi.
Orðstafur gengur á milli þinggesta.
Fjölmennar umræður um samstöðu.
Verkefnisstjórn ásamt Sigurborgu Kr. Hannesdóttur hjá Ildi og Sigríði Elínu Þórðardóttur hjá Byggðastofnun.
Val á heiti verkefnis.
Helga Harðardóttir fulltrúi Brothættra byggða hjá Byggðastofnun ávarpar þinggesti við þinglok.
Fréttasafn
- 2025
- janúar febrúar mars
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember