Fara í efni  

Fréttir

Óstaðbundin störf til eflingar landsbyggðanna

Stofnunin hefur nú hafið útgreiðslu styrkja til ríkisstofnana sem færa stöðugildi frá höfuðborgarsvæðinu í landsbyggðirnar.  Er þetta gert af fjármagni úr gildandi byggðaáætlun með það að markmiði að fjölga ríkisstörfum í byggðum landsins, enda er hlutfall slíkra starfa af íbúafjölda langhæst á höfuðborgarsvæðinu.  Þegar þetta er skrifað hafa störf verið flutt frá höfuðborgarsvæðinu á Neskaupstað, Húsavík, Hvammstanga, Suðurnesjabæ, Stykkishólm, Ísafjörð og Akureyri.

Þessu til viðbótar er fyrirhugað að stutt verði við uppbyggingu starfsaðstöðu til óstaðbundinna starfa um land allt á þessu ári, einnig með styrkjum úr byggðaáætlun.

Óstaðbundin störf eru eitt stærsta byggðamál síðustu ára og mun stofnunin róa öllum árum að því að efla framgang þeirra áfram, ekki eingöngu með útdeilingu styrkja og eftir atvikum lánveitingum heldur einnig með stöðugri uppfærslu mælaborða um staðsetningu ríkisstarfa annars vegar og lausra fjarvinnustöðva um land allt hins vegar. Auk þessa hefur stofnunin sjálf riðið á vaðið með góðu fordæmi en um fimmtungur starfsmanna hennar eru þegar staðsettir utan höfuðstöðva hennar sem þó eru á Sauðárkróki. 

Mörgum störfum er vissulega ekki hægt að sinna óstaðbundið en mikil tækifæri liggja í þeim störfum þar sem slíkt er mögulegt fyrir hinar dreifðu byggðir. Þannig má dreifa landsmönnum betur um landið sem er okkur öllum til hagsbóta.    

Arnar Már Elíasson, forstjóri Byggðastofnunar

 


Til baka

Fréttasafn

2025
janúar febrúar mars apríl
2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389