Fara í efni  

Fréttir

Byggðastofnun er sterkur bakhjarl

Byggðastofnun er sterkur bakhjarl
Hrafn Sævaldsson ásamt fulltrúum Byggðastofnunar

„Byggðastofnun hefur sýnt í verki að stofnunin er öflugur bakhjarl við nýsköpun og fjármögnun atvinnulífsins á landsbyggðinni.“ segir Hrafn Sævaldsson fjármálastjóri Laxeyjar í Vestmannaeyjum sem er að reisa eina fullkomnustu seiðaeldisstöð í heimi.  

Fulltrúar fyrirtækjasviðs Byggðastofnunar heimsóttu fyrir stuttu fyrirtækið Laxey ehf. í Vestmannaeyjum en félagið vinnur að uppsetningu á stórtækum rekstri á laxeldi á landi í Vestmannaeyjum. Félagið er m.a. að reisa eina fullkomnustu seiðaeldisstöð í heimi í botni Friðarhafnar og er jafnframt að byggja upp matfiskaeldi og síðar vinnslu í Viðlagafjöru, austast á Heimaey. Stöðin er einnig mjög umhverfisvæn og þarf afar lítið vatn til framleiðslunnar þar sem hún endurnýtir 99,8% vatnsins og þarf því ekki nema um 2 lítra á sekúndu fyrir framleiðslu í fullum afköstum.

Tilgangur heimsóknarinnar var, að sögn Hrundar Pétursdóttur forstöðumanns fyrirtækjasviðs Byggðastofnunar, að fylgja eftir skilyrðum tækjaláns sem stofnunin veitti Laxey og skoða uppbygginguna. Hrund segir fyrirtækið standast allar þær kröfur sem settar voru af hálfu stofnunarinnar og að heimsóknin hafi verið afar fróðleg og áhugavert að fylgjast með um 120 starfsmönnum vinna að framkvæmdum og uppsetningu á búnaði fyrir félagið.

Hrafn Sævaldsson fjármálastjóri Laxeyjar segir að vel gangi að koma seiðastöðinni upp og góður stuðningur Byggðastofnunar, í formi láns til búnaðarkaupa frá Akva Group Land Based í Danmörku, hafi skipt félagið mjög miklu máli.  Hann segir að lánaferlið með Byggðastofnun hafi gengið mjög vel og að lánið frá Byggðastofnun hafi verið þýðingarmikið skref í fjármögnun verkefnisins.„Byggðastofnun hefur sýnt í verki að stofnunin er öflugur bakhjarl við nýsköpun og fjármögnun atvinnulífsins á landsbyggðinni. Stofnunin hefur tekið þátt í fjármögnun verkefnisins með afgerandi hætti“.  

      

Frá Vestmannaeyjum. Myndir: Hrafn Sævaldsson 

 

Hrafn segir að merkur áfangi  hafi náðst nýlega, þegar fyrstu hrognin frá Benchmark Genetics,  komu inn í seiðastöðina og hefur eldið gengið framar vonum, afföll verið minni en áætlanir gerðu ráð fyrir. Hrafn segir að gæði afurða úr eldislaxi séu mikil og laxinn sé vinsæl matvara víða um heim. Ætlunin sé að matfiskastöðin í Viðlagafjöru muni framleiða hágæða matvöru með hreinni umhverfisvænni orku, í hreinum sjó og verði fluttar sjóleiðina á markaði til að minnka kolefnisspor framleiðslunnar. Hann segir aðstæður til landeldis í Vestmannaeyjum mjög hagfelldar. Þá segir Hrafn að affall frá stöðinni verði hreinsað og úrgangur nýttur til áburðarframleiðslu. Seiði verði bólusett en engin lyf notuð í eldinu. Með því verði sköpuð náttúruleg hágæða matvara með sjálfbærum hætti.

Áætlanir gera ráð fyrir að þegar seiðastöðin verður komin í full afköst seinna á þessu ári verði þar framleidd um 4 milljónir, 100 gr. laxaseiða á ári og matfiskaeldisstöðin muni svo framleiða um 32 þúsund tonn af fullöldum laxi á ári, þegar allir 6 áfangar verkefnisins verða fullbyggðir og komnir í rekstur. Fyrirtækið mun með beinum hætti skapa að minnsta kosti 100 ný störf, auk fjölda óbeinna starfa og er félagið meðal allra stærstu fyrirtækja í Vestmannaeyjum. Þá fylgja starfseminni mikil aukin umsvif í flutningum um höfnina í Eyjum.

 


Til baka

Fréttasafn

2025
janúar
2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389