Fréttir
Byggðaráðstefnan 2018
Byggðaráðstefnan 2018 var haldin á Fosshótelinu í Stykkishólmi 16. og 17. október sl. undir yfirskriftinni Byggðaþróun og umhverfismál, hvernig getur blómleg byggð og náttúrvernd farið saman?
Ráðstefnuna sóttu um 100 manns vísvegar af landinu. Tilgangur ráðstefnunnar var að tengja saman fræðilega og hagnýta þekkingu á byggðamálum og umhverfismálum með það að markmiði að stuðla að sjálfbærri þróun byggðar um allt land. Á ráðstefnunni voru fluttu 20 erindi og/eða ávörp á meðal framsögumanna voru; Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, forstjóri Skipulagsstofnunar, Stefán Gíslason stofnandi Umhverfisráðgjafar Íslands, Auður Anna Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, Sigurður Ingi Jóhannsson, byggðamálaráðherra og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
Aðalsteins Þorsteinssonar, forstjóri Byggðastofnunar setti ráðstefnuna og í ávarpi hans kom m.a. fram að í Byggðaáætluninni fyrir árin 2018-2024 er lögð áhersla á náttúruvernd og uppbyggingu atvinnutækifæra í sátt við náttúru og samfélag. Greina á tækifæri og ávinning af þjónustu sem byggist á nýtingu náttúrverndarsvæða s.s. í náttúrutengdri ferðaþjónustu og stutt verður við verkefni sem samræmast stefnu landsáætlunar um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum.
Aldís Hafsteinsdóttir formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga flutti lokaorðin. Hún lagði m.a áherslu á að við verðum öll að leggja okkar af mörkum í baráttunni gegn hlýnun jarðar. Forsenda blómlegra byggða um allt land sé, að stjórnvöld beiti sér fyrir því að jafna eins og kostur sé tækifæri til fjölbreyttar atvinnustarfsemi.
Ráðstefnustjórar voru Jakob Björgvin Jakobsson bæjarstjóri í Stykkishólmi og Guðveig Eyglóardóttir stjórnarmaður í Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi.
Byggðastofnun vil koma á framfæri þakkir til fyrirlesara, ráðstefnugesta og samstarfsaðila en að ráðstefnunni stóðu einnig Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi, Samband íslenskra sveitarfélaga og Stykkishólmsbær.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember