Fréttir
Auknir fjármunir til Brothættra byggða skapa aukin tækifæri
Tvö ný tilraunaverkefni eru í þann mund að hefjast í fyrrum þátttökubyggðarlögum Brothættra byggða. Um er að ræða ný tilraunaverkefni sem líta má á sem nokkurs konar framhald á verkefnunum Raufarhöfn og framtíðin og Öxarfjörður í sókn. Samningar hafa verið undirritaðir á milli Byggðastofnunar, Norðurþings og Sambands sveitarfélaga á Norðurlandi eystra (SSNE) til þriggja ára um hvort verkefni fyrir sig. Verkefnin hafa fengið vinnuheitin Raufarhöfn og framtíðin II og Öxarfjörður í sókn II.
Verkefnisstjórn
Ákveðið hefur verið að ein verkefnisstjórn verði starfandi þrátt fyrir að verkefnin séu tvö. Vonir standa til að slík ráðstöfun efli samstöðu og samstarf á svæðinu í heild auk þess sem það gefur tækifæri til ákveðinnar hagræðingar. Verkefnisstjórn hefur þegar tekið til starfa og í undirbúningi er að kynna verkefnið fyrir íbúum og hvetja þá til virkrar þátttöku. Til stendur að senda út viðhorfakönnun til íbúa í upphafi verkefnis og leggja sambærilega könnun fyrir að þremur árum liðnum við lok samningstíma. Tilgangurinn er að varpa ljósi á hver mögulegur árangur gæti orðið af verkefninu. Fljótlega er gert ráð fyrir að opnað verði fyrir umsóknir í Frumkvæðissjóði byggðarlaganna tveggja. Þar mun íbúum gefast tækifæri til að sækja um styrki fyrir hvers kyns frumkvæðisverkefni.
Aðdragandinn að nýjum tilraunaverkefnum
Stjórn Byggðastofnunar samþykkti sl. haust að veita viðbótarfjárframlagi inn í verkefnið Brothættar byggðir til þriggja ára. Tilgangurinn er að auka viðspyrnu í byggðarlögum sem eiga á brattann að sækja. Með auknum fjármunum hefur m.a. skapast tækifæri til að lengja samninga í grunnverkefnum Brothættra byggða um eitt ár, úr fjórum árum í fimm. Einnig verður stórum hluta fjármunanna varið í fyrrnefnd tilraunaverkefni í þeim tilgangi að fylgja eftir þeim árangri sem náðist á verkefnistíma byggðaþróunarverkefnanna á sínum tíma og til að stuðla að áframhaldandi frumkvæði íbúa til eflingar samfélaganna.
Verkefnisstjórar
Verkefnisstjórar sem sinna munu verkefnunum hyggjast vinna þétt saman að eflingu samfélaganna og skipta með sér verkum. Verkefnisstjóri í tilraunaverkefninu á Raufarhöfn, Raufarhöfn og framtíðin II, er Nanna Steina Höskuldsdóttir sem jafnframt er starfsmaður hjá SSNE og Norðurþingi. Nanna hefur starfað sem atvinnu- og samfélagsfulltrúi á Raufarhöfn frá árinu 2016. Verkefnisstjóri í tilraunaverkefninu í Öxarfjarðarhéraði, Öxarfjörður í sókn II, er Einar Ingi Einarsson en hann hefur starfað sem atvinnu- og samfélagsfulltrúi síðan árið 2024 hjá Norðurþingi. Hægt er að hafa samband við verkefnisstjóra með því að senda tölvupóst á eftirfarandi netföng nanna@ssne.is og einar@nordurthing.is
Verkefnisstjórn skipa:
Guðmundur Baldvin Guðmundsson, fulltrúi Norðurþings og formaður verkefnisstjórnar
Olga Friðriksdóttir, fulltrúi íbúa Raufarhafnar
Ólafur Gísli Agnarsson, fulltrúi íbúa Raufarhafnar
Charlotta V. Englund, fulltrúi íbúa Öxarfjarðarhéraðs
Thomas Helmig, fulltrúi íbúa Öxarfjarðarhéraðs
Hildur Halldórsdóttir, fulltrúi SSNE
Helga Harðardóttir, fulltrúi Byggðastofnunar
Kristján Þ. Halldórsson, fulltrúi Byggðastofnunar
Frá íbúafundi á Raufarhöfn í janúar árið 2018
Frá íbúafundi í Öxarfjarðarhéraði í janúar árið 2019.
Fréttasafn
- 2025
- janúar febrúar mars
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember