Fara í efni  

Fréttir

Aðlögun að breyttum heimi - hefjum samtalið

Áhrif loftslagsbreytinga hafa ýmsar birtingarmyndir og geta haft bæði jákvæðar og neikvæðar afleiðingar fyrir samfélögin okkar, atvinnuvegi, innviði og efnahag. Til þess að geta varist neikvæðum áhrifum loftslagsbreytinga og gripið þau tækifæri sem gefast, er mikilvægt ráðast í mat á mögulegum áhrifum og gera áætlanir fram í tímann til þess að undirbúa og styrkja innviði, atvinnuvegi og samfélögin okkar. Með öðrum orðum, þá er það mikilvægt að íslenskt samfélag sé vel í stakk búið til þess að aðlagast þeim breytingum sem vænta má og því er mikilvægt að hefja í sameiningu þá vegferð sem aðlögun að loftslagsbreytingum er.

Byggðastofnun, ásamt Veðurstofu Íslands, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti, Reykjavíkurborg og Innviðaráðuneyti standa að baki fræðsluviðburðinum „Aðlögun að breyttum heimi – hefjum samtalið“ þann 5. september nk. frá kl. 9-12. Opnað hefur verið fyrir skráningu, en viðburðurinn verður einnig í streymi. Dagskráin er spennandi og mun henni ljúka með pallborðsumræðum sem stýrt verður af Sævar Helga Bragasyni þar sem fulltrúar nokkurra sveitarfélaga munu ræða sína sýn á málaflokkinn. Dagskrána má nálgast á pdf formi hér

Markmið viðburðarins snúa fyrst og fremst að því að hefja umræðu um aðlögun að loftslagsbreytingum fyrir alvöru með fulltrúum sveitarfélaga landsins, sem og öllum þeim sem láta sig málið varða. Mikilvægt er að stuðla að aukinni umræðu og fræðslu um eðli og mikilvægi aðlögunarvinnu á öllum stigum stjórnsýslunnar, ekki síst sveitarstjórnarstigi, vegna áhrifa loftslagsbreytinga. Tilgangur viðburðarins er því fyrst og fremst eftirfarandi:

  • Fræða sveitarstjórnarfulltrúa, aðila innan íslenskrar stjórnsýslu og aðra áhugasama um aðlögun að loftslagsbreytingum, hvað slíkt felur í sér og hvaða verkefni séu fram undan til þess að takast á við áhrif loftslagsbreytinga á byggðir landsins.
  • Vekja athygli á nýrri stefnu íslenskra stjórnvalda í aðlögun og hlutverki sveitarstjórna innan hennar, sem og nýrri aðgerð C.10 í Byggðaáætlun, um aðlögunarvinnu á sveitarstjórnarstigi.
  • Vekja umræðu um mikilvægi þess að hefja skipulagningu aðlögunaraðgerða á sveitarstjórnarstigi, m.a. með því að veita fræðslu um mögulegar afleiðingar loftslagsbreytinga á sveitarfélög, atvinnuvegi og byggðir landsins.

Á viðburðinum verður leitast við að svara spurningum eins og:

  • Hvað er aðlögun (e. adaptation) að loftslagsbreytingum og hvernig er hún öðruvísi en mótvægisaðgerðir (e. mitigation)?
  • Hver eru möguleg áhrif loftslagsbreytinga á byggðir landsins og hverjar eru mögulegar afleiðingar fyrir samfélögin, atvinnuvegi, innviði, efnahag og umhverfi?
  • Hvernig getur áhættumat og aðlögunaraðgerðir lágmarkað skaðleg áhrif loftslagsbreytinga og hjálpað okkur að grípa tækifærin?
  • Hvað þurfa sveitarfélög og fulltrúar þeirra að gera til þess að lágmarka skaðleg áhrif loftslagsbreytinga?

Við hvetjum alla þá sem sjá sér fært að mæta á Grand Hótel þann 5. september til þess að skrá sig hér. Ekki er þörf á að skrá sig í streymið, sem mun fara fram á heimasíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga. Um takmarkað sætaframboð er að ræða og því mikilvægt fyrir áhugasama að hafa hraðar hendur.

 


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389