Fréttir
Byggðastofnun stýrir embættismannanefnd Norðurlanda um byggðaþróun á árinu 2004
Lagt hefur verið til að áherslur Íslands á formennskuári í Norðurlandaráði beri yfirskriftina “Auðlegð Norðurlandanna”. Þar er annars vegar um að ræða mannauð og hins vegar náttúrulegar auðlindir. Hvort tveggja er mikilvæg forsenda fyrir búsetu, en á sviði NÄRP (Embættismannanefndar Norðurlanda um byggðaþróun) er þó einkum fjallað um atriði sem snúa að mannauðnum. Meðal helstu forsenda fyrir búsetu eru fjölbreytt atvinnulíf og góð búsetuskilyrði, þ.e. félagsleg og umhverfisleg. Þetta eru meðal mikilvægustu áhrifavalda í byggðaþróun. Góð undirstöðumenntun íbúanna er meðal skilyrða fyrir fjölbreyttu atvinnulífi í nútímasamfélagi. Þjónusta, félagslegt umhverfi, menntun og menning eru meðal þeirra atriða sem teljast til félagslegra búsetuþátta. Ýmsir umhverfisþættir eru einnig mikilvægir fyrir búsetu.
ÁHERSLUR ÍSLANDS 2004
Áherslur Íslands á sviði byggðamála á formennskuárinu munu því einkum snúa að þessum þáttum og þýðingu þeirra í byggðaþróun. Áhersla verður lögð á hinar dreifðu byggðir, einkum jaðarsvæði, en einnig verður haldið áfram með ýmsa áhersluþætti fyrri ára til að tryggja samfellt starf nefndarinnar. Þau tvö áhersluatriði, sem Ísland setur á oddinn eru:
1. Mannauður dreifðu byggðanna. Efling menntunar og menningar til að nýta auðlindir dreifðra byggða á sviði starfsþekkingar, menningar sem atvinnugreinar, menningartengdrar ferðaþjónustu o.fl. til að styrkja atvinnulíf og afkomu dreifðra byggða. Auður kvenna og ungmenna og mikilvægi hans í byggðaþróun. Leitað verði eftir samstarfi við aðrar nefndir á viðkomandi sviðum.
2. Aukin notkun upplýsingatækni til að þróa netsamstarf og fjarsamstarf, einkum á jaðarsvæðum. Byggt verði á niðurstöðum rannsóknarinnar “IT-infrastrukturstudie om nordisk bredbandspolitik”. Lagt er til að háskólum á jaðarsvæðum verði falið samstarfsrannsóknarverkefni að meta þýðingu fjarnáms fyrir byggðaþróun, einkum á jaðarsvæðum og grenndarsvæðum. Á sama hátt verði könnuð þýðing fjarlækninga. Þá verði stutt við áherslur Norðurslóðaáætlunar ESB (Northern Periphery Program) um notkun upplýsingatækninnar:
- á sviði viðskipta og markaðssetningar,
- til að yfirvinna fjarlægðir og bæta aðgengi að þekkingu og nýsköpun,
- á sviði opinberrar þjónustu og stjórnsýslu.
Sérstök áhersla verði lögð á þróun fjarfundatækni, til að auðvelda fólki að taka þátt í fundum og nefndastörfum innanlands og utanlands, án tímafrekra og kostnaðarsamra ferðalaga. Leitað verði eftir samvinnu við EK-IT.
Auk þessa er lagt til að áfram verði haldið með eflingu Nordregio. Stofnunin geti tekið að sér skammtímaverkefni fyrir NÄRP. Lagt er til að stofnuninni verði m.a. falið rannsóknarverkefni varðandi samanburð á svæðisbundnum stuðningi við fyrirtæki á Norðurlöndunum (ráðgjöf, styrkir, lán). Stutt verði við þátt Nordregio í uppbyggingu samstarfsneta í rannsóknum, menntun og skráningu upplýsinga. Unnið verður að framhaldi verkefnisins “Nordisk verkstad”, sem samþykkt var á fundi NÄRP 30.10.2002 í Helsingfors.
Þá er lagt til að NÄRP styðji áfram þróun samvinnu yfir landamæri (gränsregioner), faglega og stjórnunarlega og komi að fjármögnun samstarfs svæðanna. Samstarfi við grenndarsvæðin verði einnig haldið áfram, bæði á Norðvestursvæðinu og Suðaustursvæðinu. Athugaður verði sá möguleiki að NORA verði samræmingaraðili aðgerða á Norðvestursvæðinu. Leitað verði eftir samstarfi við Norðurskautsráðið varðandi “Norðurgluggann” (Arktisk vindue). Einnig verði áfram stutt við samvinnu yfir landamæri innan grenndarsvæðanna. Leitast verði við að efla samband milli ólíkra samstarfssvæða, m.a. með GOLIN-áætluninni (Gränsregionala Optimala Lösningar I Norden).
Lagt er til að lögð verði áhersla á tengsl við áætlanir Evrópusambandsins á sviði byggða- og skipulagsmála, og þýðingu þeirra fyrir svæðaþróun á Norðurlöndunum. Einkum ber að nefna Interreg-áætlanirnar, ESDP (European Spatial Development Program) og ESPON (European Spatial Planning Observation Network). Samþætt sjálfbær þróun efnahags- og umhverfismála er það mikilvægt atriði.
Loks er lagt til að haldið verði áfram samstarfi við EK-transport um samgöngubætur til að efla atvinnu og búsetu á dreifðum svæðum. Einnig er lagt til að tekið verði upp samstarf við EK-bygg til að kanna samspil þróunar húsnæðismála og svæðaþróunar.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember