Fréttir
Byggðastofnun ræður starfsmann á Raufarhöfn
Byggðastofnun hefur ráðið til starfa Kristján Þ. Halldórsson verkfræðing sem verkefnisstjóra í fullu starfi til að fylgja eftir atvinnu- og byggðaþróunarverkefni á Raufarhöfn sem Byggðastofnun, Norðurþing, Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga og Háskólinn á Akureyri standa að sameiginlega með íbúasamtökum á Raufarhöfn. Kristján er búsettur á Kópaskeri, en starfsstöð hans verður á Raufarhöfn. Ráðningin er til eins árs, og mun sveitarfélagið Norðurþing sjá honum fyrir starfsaðstöðu. Kristján mun væntanlega hefja störf á Raufarhöfn þann 1. mars næst komandi.
Opinbert stoðkerfi atvinnulífs á landsbyggðinni hefur á að skipa fjölbreyttum verkfærum til að efla byggð og atvinnulíf. Þar má nefna lánveitingar Byggðastofnunar, starfsemi atvinnuþróunarfélaga og Nýsköpunarmiðstöðvar í einstökum landshlutum og margvísleg starfsemi einstakra sveitarfélaga. Einnig má nefna öflugt stoðkerfi í landbúnaði. Reynsla undangenginna ára og áratuga hefur hins vegar sýnt að uppbygging almenns stoðkerfis hefur ekki nýst brothættustu samfélögunum sem skyldi, og raunar eru þau verkfæri sem til staðar eru ekki vel til þess fallin að rjúfa vítahring fólksfækkunar, samdráttar í þjónustu og einhæfni í atvinnulífi.
Raufarhöfn er eitt þeirra fámennu samfélaga þar sem byggð stendur nú höllum fæti eftir langvarandi íbúafækkun, en íbúaþróun á Raufarhöfn hefur um langt árabil verið mjög neikvæð. Um síðustu áramót voru íbúar 169, og hafði þá fækkað úr 185 árið áður. Íbúar voru 294 árið 2001 og 383 árið 1994. Þetta er að líkindum mesta íbúafækkun sem orðið hefur á landinu á þessu tímabili. Mest hefur fækkunin verið í yngri aldurshópum.
Síðast liðið haust tók Byggðastofnun höndum saman við sveitarfélagið Norðurþing, Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga, Háskólann á Akureyri, íbúasamtök á Raufarhöfn, og fleiri aðila um rekstur tilraunaverkefnis þar sem leitað er lausna á bráðum vanda Raufarhafnar. Aðferðafræðin felur í sér að leitast er við að leiða fram vilja og skoðanir íbúanna sjálfra, og leita lausna á þeirra forsendum í samvinnu við sveitarfélagið, landshlutasamtök sveitarfélaganna, atvinnuþróunarfélag, ríkisvaldið, brottflutta íbúa og aðra sem vilja láta sig framtíð byggðarlagsins varða. Þetta verkefni hefur nú þegar skilað umtalsverðum árangri við að virkja heimamenn til að tryggja eigin framtíð og miklar væntingar eru gerðar til þess að verkefnið skili meiri árangri en fyrri tilraunir til að nálgast vanda Raufarhafnar að ofan og utan. Skipuð var verkefnisstjórn með fulltrúum framangreindra aðila og hefur hún haldið nokkra fundi. Þá hafa verið haldnir fundir og íbúaþing með íbúum Raufarhafnar. Í framhaldinu er ætlunin að taka til skoðunar fleiri byggðarlög þar sem aðstæður kunna að vera með svipuðu móti, og hefur fyrsta kastið verið horft til Breiðdalsvíkur, Skaftárhrepps og Bíldudals í því sambandi. Á næstu vikum verða myndaðar sambærilegar verkefnisstjórnir vegna þeirra.
Það er von Byggðastofnunar að með þessari aðferðafræði megi takast að stemma stigu við fækkun íbúa, og að til verði sterkara samfélag sem búi við stöðugleika í atvinnulífi og þjónustu, og aukna bjartsýni íbúanna. Fyrir Byggðastofnun, og ríkisvaldið, er ekki síður mikilvægt að þróa verkfæri og verklag sem nýst geti sem viðbót við hið almenna stoðkerfi atvinnulífsins.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember