Fréttir
Byggðastofnun og Dalabyggð í samstarf um uppbyggingu atvinnuhúsnæðis
Í síðasta mánuði skrifuðu Byggðastofnun og Dalabyggð undir viljayfirlýsingu um uppbyggingu atvinnuhúsnæðis í Búðardal.
Um er að ræða tilraunaverkefni af hálfu Byggðastofnunar þar sem markmiðið er að reisa atvinnuhúsnæði á stað þar sem vöntun á fjárfestingu í atvinnuhúsnæði hefur hamlað framþróun og mun stofnunin leggja til allt að 150 m.kr. í verkefnið.
Víða um land er mikil eftirspurn eftir atvinnuhúsnæði en framboð takmarkað, hvort sem er til eigu eða leigu. Ástæður eru eflaust margar en einna helst að byggingakostnaður er víða mun hærri en vænt endursöluvirði umræddra bygginga. Slíkt leiðir af sér að lánastofnanir eru tregar til að fjármagna slík verkefni og framkvæmdaaðilar sjá litla arðsemi í þeim.
Við val á byggðakjarna var litið til þátta eins og lýðfræði, innviða, atvinnulífs og fleira. Eftir þá skoðun var ákveðið að hefja viðræður við Dalabyggð um mögulega uppbyggingu á atvinnuhúsnæði í Búðardal. Sveitarfélagið mun tryggja lóð vegna þeirrar uppbyggingar sem fyrirhuguð er, leggja til teikningar að umræddu atvinnuhúsnæði og leggja til gatnagerð og lagnir að lóð í skiptum fyrir eignarhlut í verkefninu. Grunnur að verkefninu er sú vinna sem þegar hefur átt sér stað í Dalabyggð varðandi áform um uppbyggingu atvinnuhúsnæðis sem grundvölluð hefur verið á þeim styrk sem fékkst úr C1 sjóði byggðaáætlunar á árinu 2023. Dalabyggð hefur verið þátttakandi í Brothættum byggðum með verkefnið Dalauður frá árinu 2022. Áætlað er að því verkefni ljúki í árslok 2025.
Við undirritun viljayfirlýsingarinnar sagði Arnar Már Elíasson, forstjóri Byggðastofnunar: „Víða um land hefur hár byggingakostnaður staðið í vegi fyrir uppbyggingu atvinnuhúsnæðis, en öflugt atvinnulíf er forsenda blómlegrar byggðar. Það er mín von að þetta hús muni skapa svæðinu aukin atvinnutækifæri og efla þannig lífsgæði allra íbúa.“
Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri Dalabyggðar sagði við sama tilefni: „Það er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur í Dölunum að fá þennan stuðning við verkefnið okkar frá Byggðastofnun og er í raun má segja leikbreytir í þeim ásetningi okkar að koma þessu mikilvæga verkefni af stað á árinu 2025. Það er hugur í okkur í Dalabyggð og þessi stuðningur hjálpar svo sannarlega til í þeirri viðleitni okkar að styrkja innviði Dalanna. Í atvinnulegu tilliti“
Samkvæmt 2. gr. laga um Byggðastofnun nr. 106/1999 er það hlutverk Byggðastofnunar að efla byggð og atvinnulíf með sérstakri áherslu á jöfnun tækifæra allra landsmanna til atvinnu og búsetu.
Fréttasafn
- 2025
- janúar
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember