Fréttir
Byggðastofnun hlýtur jafnlaunavottun VR
Fimmtudaginn 28. nóvember var Byggðastofnun afhent staðfesting á því að hún hafi hlotið jafnlaunavottun VR. Byggðastofnun er önnur í röð íslenskra ríkisstofnana til að ná þessum áfanga. Hún hefur þar með fengið staðfestingu á því að búið sé að kerfisbinda launaákvarðanir, koma upp jafnlaunakerfi samkvæmt kröfum jafnlaunastaðals og að nú verði kerfisbundið fylgst með því hjá stofnuninni að starfsfólk sem vinnur sömu eða jafnverðmæt störf hafi sambærileg laun óháð kynferði. Jafnlaunavottun VR er fyrir öll fyrirtæki og stofnanir, burtséð frá stéttarfélagsaðild starfsmanna.
Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, afhenti Aðalsteini Þorsteinssyni, forstjóra Byggðastofnunar, vottunina við athöfn í gær. „Ég fagna því að Byggðastofnun hafi ákveðið að taka þetta mikilvæga skref og sækjast eftir Jafnlaunavottun VR. Við verðum öll, stofnanir og fyrirtæki sem og stéttarfélög, að leggja okkar af mörkum til að koma á jafnrétti kynjanna á íslenskum vinnumarkaði. Ég vona að fleiri opinberar stofnanir fylgi fordæmi Byggðastofnunar og taki þátt í þessu verkefni með okkur.“
Aðalsteinn Þorsteinsson: „Ég tel þetta mjög merkilegan áfanga í starfi stofnunarinnar, og til þess fallið að gera hana að enn betri vinnustað og bæta ímynd hennar enn frekar. Þessi faglega úttekt er í góðu samræmi við þá vinnu sem unnin hefur verið í launa- og mannauðsmálum innan stofnunarinnar á undanförnum árum og staðfestir það sem við höfum talið okkur vita, að sömu laun eru greidd hér fyrir jafnverðmæt störf. Kynbundinn launamunur er meinsemd í íslensku þjóðfélagi og jafnréttismál eru að mínu mati meðal mikilvægustu byggðamála. Kynbundinn launamunur er til þess fallinn að veikja grundvöll byggðar hvar sem hann er að finna, og er eflaust meðal margra ástæðna þess að sumstaðar hallar á konur í íbúafjölda svæða. Leiðrétting á þessu misrétti kemur ekki af sjálfu sér.“
Í desember á síðasta ári gaf Staðlaráð Íslands út staðal ÍST 85/2012 um jafnlaunakerfi sem ætlað væri til vottunar. Upphafið að útgáfunni má rekja til ákvæðis í jafnréttislögum frá árinu 2008 og ákvæðis í kjarasamningum á almennum vinnumarkaði frá sama ári. Markmið staðalsins er að auðvelda atvinnurekendum að koma á og viðhalda launajafnrétti kynjanna á sínum vinnustað. Forsendur þess að fyrirtæki innleiði staðalinn eru m.a. að þau móti launastefnu, ákveði launaviðmið og flokki störf samkvæmt ákveðinni starfaflokkun. Þá þarf fyrirtækið jafnframt að gera launagreiningu, þ.e. kerfisbundna úttekt á launum og kjörum starfsmanna í þeim tilgangi að kanna hvort kynbundinn launamunur sé til staðar.
Tilgangur jafnlaunakerfis Byggðastofnunar er að staðfesta markviss og fagleg vinnubrögð við ákvörðun launa hjá öllum starfsmönnum stofnunarinnar. Á fundi stjórnar Byggðastofnunar þann 9. október 2013 var samþykkt jafnréttisstefna fyrir stofnunina. Einn meginþáttur hennar er jafnlaunastefna, að konum og körlum skulu greidd jöfn laun fyrir jafn verðmæt störf og skulu njóta sömu kjara er varða önnur starfskjör og réttindi. Jafnlaunakerfi Byggðastofnunar á að tryggja virka rýni og stöðugar umbætur á framkvæmd jafnlaunastefnunnar. Vinnan við innleiðinguna hefur staðið frá því á vormánuðum. Breska vottunarfyrirtækið BSI (British Standards Institution) hefur nú í tveimur heimsóknum á stofnunina tekið jafnlaunakerfi Byggðastofnunar út og staðfest að starfsfólki sé ekki mismunað í launum á grundvelli kynferðis.
Á myndinni eru frá vinstri Bryndís Guðnadóttir, kjaramálsviði VR, Stefán Sveinbjörnsson, framkvæmdastjóri VR, Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, Elín Gróa Karlsdóttir, forstöðumaður hjá Byggðastofnun, Aðalsteinn Þorsteinsson, forstjóri Byggðastofnunar, Torfi Jóhannesson, frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, Magnús Helgason, forstöðumaður hjá Byggðastofnun og Guðbjörg Sigurbjörnsdóttir, launafulltrúi hjá Byggðastofnun.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember