Fréttir
Byggðastofnun efnir til samkeppni um uppbyggingu rafrænna samfélaga
Byggðarlög fá opinber framlög til þróunarverkefna
Í samkeppninni verða tvö til fjögur byggðarlög á landsbyggðinni valin til að taka þátt í þróunarverkefnum á
árunum 2003-2006. Byggðarlögin fá framlag frá íslenska ríkinu til að hrinda í framkvæmd eigin hugmyndum og áætlunum um
framgang upplýsingasamfélagsins á sínu svæði. Þau byggðarlög sem valin verða þurfa að leggja fram í verkefnið a.m.k. jafn
hátt framlag og fæst frá hinu opinbera. Stefnt skal að því að verkefnin geti haldið áfram eftir að fjárstuðningi við þau
lýkur, þar sem það á við.
Verkefninu "Rafrænt samfélag" er ætlað að hafa sem víðtækust áhrif á þróun viðkomandi byggðarlaga og að þau
verði fyrirmyndir fyrir önnur byggðarlög sem munu geta hagnýtt sér reynslu þeirra og þekkingu. Fyrir valinu verða þau tvö til fjögur
byggðarlög sem sýnt geta fram á mestan ávinning fyrir íbúana og atvinnulífið.
Upplýsinga- og fjarskiptatæknin áhrifavaldar í byggðaþróun framtíðarinnar
Talið er að þróun í upplýsinga- og fjarskiptatækni muni í framtíðinni hafa talsverð áhrif á búsetumynstur og
því er það markmið umrædds verkefnis að flýta fyrir þróun upplýsingasamfélagsins á landsbyggðinni svo
íbúar hennar geti á sem bestan og hagkvæmastan hátt nýtt sér þann ávinning sem upplýsinga- og fjarskiptatæknin
býður upp á. Það er því von Byggðastofnunar að sem flest byggðarlög taki þátt í samkeppninni.
Leitað að fjölþættum verkefnum
Með rafrænu samfélagi er átt við að byggðarlög byggi upp innviði fyrir miðlun rafrænna upplýsinga, innleiði notkun þeirra og
komi á upplýsingaveitum til að þjóna sem best víðtækum þörfum almennings og atvinnulífs. Rafrænt samfélag hefur
skýra framtíðarsýn um notkun og miðlun upplýsinga á nýjan og hagkvæman hátt, íbúum, fyrirtækjum og stofnunum til
hagsældar.
Verkefnin geta t.d. verið á sviði atvinnuþróunar, heilbrigðis- og öldrunarþjónustu, fjarvinnu, viðskipta, ferðaþjónustu,
menntunar, félagsþjónustu hverskonar, húsnæðismála, aðgengis að stjórnvöldum, menningar, afþreyingar og fleira.
30-40 milljónir árlega úr ríkissjóði til verkefnisins
Rétt til þátttöku í samkeppninni hafa byggðarlög utan höfuðborgarsvæðisins. Þannig geta umsækjendur verið eitt
sveitarfélag eða fleiri saman og á sama hátt getur verið um að ræða hluta sveitarfélaga. Byggðarlögin skulu vera á
starfssvæði Byggðastofnunar og þannig hafa Hafnarfjarðarkaupstaður, Garðabær, Bessastaðahreppur, Kópavogskaupstaður, Seltjarnar-neskaupstaður,
Reykjavíkurborg og Mosfellsbær ekki rétt til þátttöku.
Þau byggðarlög sem valin verða munu fá fjárframlög úr ríkissjóði til verkefna sinna þau þrjú ár sem verkefnin
standa yfir. Í heild mun ríkissjóður verja 30-40 milljónum króna árlega í uppbyggingu rafrænna samfélaga á
landsbyggðinni.
Nú þegar hefur verið auglýst eftir umsóknum í forval og veður umsóknarfrestur til 4. mars. Sérstök valnefnd mun yfirfara umsóknir
og velja 4-8 umsóknir til frekari skoðunar. Í júnímánuði verður síðan tilkynnt hvaða 2-4 byggðarlög verða valin. Þar
með hefst hinn eiginlegi verkefnistími sem á að ljúka í júní 2006.
Á heimasíðu Byggðastofnunar má nálgast verkefnislýsingu "Rafræns samfélags" þar sem nánari grein er gerð fyrir
skilyrðum um form umsókna, fylgigögnum, kynnt dæmi um rafræna þjónustu og fleira.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember