Fara í efni  

Fréttir

Byggðastofnun birtir ákvörðun varðandi gjaldskrá Íslandspósts fyrir pakka innanlands

Byggðastofnun birtir í dag ákvörðun Á-1/2021 varðandi nýja gjaldskrá Íslandspósts ohf. fyrir pakka innan alþjónustu 0-10 kg. Samkvæmt lögum nr. 98/2019, eins og þeim var breytt með lögum nr. 76/2021 sinnir stofnunin nú eftirliti með póstþjónustu. 

Niðurstöður ákvörðunar Byggðastofnunar eru þær að samkvæmt rannsókn á gögnum frá Íslandspósti ohf. og hækkun raunkostnaðar við að veita þjónustuna verði að telja að gjaldskráin uppfylli skilyrði laga nr. 98/2019 um póstþjónustu um að vera viðráðanleg og að hún taki mið af raunkostnaði að viðbættum hæfilegum hagnaði.

Gjaldskráin er þrepa- og svæðaskipt eins og tíðkaðist áður en ákvæði laga um sama verð um allt land á vörum innan alþjónustu í pósti tók gildi 1. janúar 2020,  en með lögum nr. 76/2021  ákvað Alþingi að falla frá því. Samanburður Byggðastofnunar við gjaldskrá Íslandspósts frá árinu 2019 leiðir í ljós að hækkanir eru í stórum dráttum í samræmi við vísitöluhækkanir á sama tíma.

Byggðastofnun telur mikilvægt að árétta það sem fram kemur í 9. gr. laga um póstþjónustu að allir notendur póstþjónustu á Íslandi eiga rétt á alþjónustu sem uppfyllir gæðakröfur og er á viðráðanlegu verði. Samsvarandi þjónusta skal standa til boða notendum sem búa við sambærilegar aðstæður. Alþjónusta skal á hverjum tíma taka mið af tækni- og samfélagsþróun, hagrænum þáttum og þörfum notenda. Enn er gert ráð fyrir því í lögum um póstþjónustu að veiting alþjónustu á óvirkum markaðssvæðum njóti opinbers stuðnings.

Byggðastofnun telur að Íslandspóstur þurfi að skýra nánar ákveðin atriði sem lúta að svæðaskiptingu í gjaldskrá fyrirtækisins með hliðsjón af skiptingu landsins í virk og óvirk markaðssvæði.  Jafnframt telur Byggðastofnun framsetningu gjaldskrárinnar ekki fyllilega uppfylla ákvæði laga um póstþjónustu um að gjaldskrár skuli vera auðskiljanlegar og að gæta skuli jafnræðis og tryggja gagnsæi.  Byggðastofnun hefur óskað eftir skýringum Íslandspósts ohf. um þessi atriði.

Nánari upplýsingar veitir Hjalti Árnason forstöðumaður lögfræðisviðs hjalti@byggdastofnun.is


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389