Fréttir
Byggðarlög með viðvarandi fólksfækkun
Byggðastofnun bar ábyrgð á framkvæmd verkefnisins og vann það í samstarfi við atvinnuþróunarfélög, sveitarfélög og Háskóla Íslands.
„Viðvarandi fólksfækkun“ var skoðuð á 10 ára tímabili, 1996-2006 og miðað við 15% fækkun íbúa eða meira. Undir þessa skilgreiningu féllu 22 sveitarfélög víðsvegar um landið, flest þó á Vestfjörðum og Norðurlandi eystra. Atvinnuþróunarfélögin unnu stöðumat á viðkomandi svæðum, út frá völdum þáttum, s.s. atvinnu, þjónustu, menntun o.fl. Landfræðiskor Háskóla Íslands gerði þjónustugreiningu svæðanna fyrir Byggðastofnun og gaf út skýrslu sem nefnist „Búseta og þjónusta“, sem kynnt er samhliða skýrslu Byggðastofnunar á heimasíðu stofnunarinnar. Starfsmenn þróunarsviðs heimsóttu sveitarfélögin 22 og rætt var við sveitarstjórnarmenn um stöðu byggðarlaganna og framtíðarhorfur. Í skýrslunni er einnig að finna hugmyndir og tillögur um aðgerðir í byggðamálum og kafla um nokkrar byggðaaðgerðir í Noregi og á Íslandi.
Fækkun íbúa í þessum 22 sveitarfélögum á 15 ára tímabili, 1991-2006, var 20,9% og var mesta fækkunin 55,8% í Árneshreppi á Ströndum. Í öllum sveitarfélögunum nema einu voru karlar fleiri en konur og aldursdreifing er víðast hvar skekkt og vantar inn í aldurshópa, t.d. 25-39 ára. Útsvarstekjur á íbúa eru undir landsmeðaltali í öllum þessum sveitarfélögum og fræðslu- og uppeldismál er fjárfrekasti málaflokkur sveitarfélaganna. Yfir 41% starfa eru í landbúnaði, fiskveiðum og fiskvinnslu, en 10 af 22 eru hrein dreifbýlissveitarfélög. Flest sveitarfélaganna liggja langt frá höfuðborginni og eru því utan áhrifasvæðis hennar, en meðalvegalengd til Reykjavíkur er 420 km.
Mikil áhersla er lögð á ferðaþjónustu sem möguleika til sóknar á þessum svæðum, en forsendur eru samgöngubætur og bættar nettengingar. Einnig vegur stóriðja þungt á sumum svæðunum sem mögulegt tækifæri til eflingar, t.d. á Norðurlandi eystra og sunnanverðum Vestfjörðum.
Markmiðið með athugun Háskóla Íslands var að kanna hvort framboð á þjónustu hafi áhrif á ákvarðanir fólks um búsetu. Niðurstöður benda til þess að svo sé og marktæk fylgni mældist milli þjónustustigs og íbúaþróunar þessara sveitarfélaga.
Hægt er að nálgast einstaka kafla skýrslunnar með því að smella hér.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember