Fréttir
Byggðaráðstefnan 2016
Sókn landsbyggða:
Kemur unga fólkið? Hvar liggja tækifærin?
14.-15. september 2016, Breiðdalsvík
Byggðastofnun í samstarfi við Austurbrú, Breiðdalshrepp, Samband íslenskra sveitarfélaga og Samband sveitarfélaga á Austurlandi stendur að ráðstefnunni sem er ætlað að kynna nýjar rannsóknir í byggðamálum og reynslu af hagnýtu starfi og vera á þeim grunni vettvangur fyrir umræðu um stefnumótun. Ráðstefnan er haldin á Breiðdalsvík er það gert til að veita þátttakendum innsýn í lífskjör heimamanna og áskoranir og tækifæri sem þeir standa frammi fyrir.
Á fyrri degi ráðstefnunnar er ætlunin að gefa yfirsýn yfir stöðu og þróun í byggða- og atvinnumálum landsbyggðanna. Kynntar verða nýlegar rannsóknir á þróun menntamála, atvinnuhátta sjávarbyggða, ferðaþjónustu, stóriðju og síðast en ekki síst á viðhorfum ungs fólks og brottfluttra kvenna. Þá mun Laila Kildesgaard sem er framkvæmdastjóri svæðissveitarfélagsins Borgundarhólms, segja frá því hvernig unnið hefur verið að því að snúa vörn í sókn á eyjunni sem hefur sem danskt jaðarsvæði, þurft að glíma við svipaðar áskoranir og íslenskar landsbyggðir.
Á seinni degi ráðstefnunnar verður sjónum síðan beint að sóknarfærum til jákvæðrar framþróunar. Kynnt verða árangursrík þróunarverkefni og tækifæri. Ráðstefnan á erindi við sveitarstjórnarfólk, fulltrúa atvinnulífs, stefnumótendur og alla sem vinna að og eru áhugasamir um byggða- og atvinnuþróun á Íslandi.
Ráðstefnugjald er 15.000 kr. innifalið er veitingar, ráðstefnugögn og fyrirtækjaheimsóknir.
Skráning á info@breiddalsvik.is – skráningarfrestur er til 5. september nk.
Nánari upplýsingar: Sigríður Elín Þórðardóttir, sigridur@byggdastofnun.is
Dagskrá
Miðvikudagur 14.09.2016
- 9:30-10:00 Skráning og afhending ráðstefnugagna.
- 10:00-10:10 Hákon Hansson, oddviti Breiðdalshrepps.
- 10:10-10:25 Gunnar Bragi Sveinsson, ráðherra byggðamála.
- 10:25-10:35 Aðalsteinn Þorsteinsson, forstjóri Byggðastofnunar.
- 10:35-11:05 Þóroddur Bjarnason, Háskólinn á Akureyri: Mennt og máttur landsbyggðanna.
- 11:05-11:20 Kaffi
- 11:20-11:40 Gréta Bergrún Jóhannesdóttir, Þekkingarnet Þingeyinga: Breytingar á atvinnuháttum sjávarbyggða á Íslandi-raundæmið Húsavík.
- 11:40-12:00 Arnar Þór Jóhannesson, Rannsóknarmiðstöð Háskólans á Akureyri: Viðhorf til ferðaþjónustu: Ólíkir staðir - ólík sýn.
- 12:00-12:15 Fyrirspurnir
- 12:15-13:10 Hádegismatur
- 13:10-13:40 Hjalti Jóhannesson, Rannsóknarmiðstöð Háskólans á Akureyri: Stóriðja á Austurlandi og lýðfræðileg þróun á rekstrartíma.
- 13:40-14:00 Margrét Gauja Magnúsdóttir, Þekkingarsetrið Nýheimar: Lýðræðisvitund og valdefling ungmenna á landsbyggðinni.
- 14:00-14:20 Stefanía Gísladóttir, Landsbyggðin lifi: Búsetuskilyrði ungs fólks.
- 14:20-14:40 Helena Eydís Ingólfsdóttir, Þekkingarnet Þingeyinga: Áhrifaþættir og búseta ungs fólks.
- 14:40-15:00 Kaffi
- 15:00-15:40 Laila Kildesgaard, kommunaldirektør i Bornholms Regionskommune.
- 15:40-16:00 Birna G. Árnadóttir og Tinna K. Halldórsdóttir, Austurbrú: Ég kem ekki aftur!
- 16:00-16:20 Fyrirspurnir og umræður
- 17:00 Fyrirtækjaheimsóknir í boði heimamanna
- 20:00 Kvöldverður
Fimmtudagur 15.09.2016
- 9:00- 9:20 Sigrún Blöndal, formaður SSA: Framhaldsskólamenntun í heimabyggð
- 9:20- 9:40 Tinna K. Halldórsdóttir, Austurbrú: Heima er þar sem eyjahjartað slær.
- 9:40-10:00 Tinna Guðmundsdóttir, Myndlistarmiðstöð Austurlands: Tilviksrannsókn um Skaftfell - myndlistarmiðstöð Austurlands.
- 10:00-10:20 Kaffi
- 10:20-10:40 Kristín Ágústsdóttir, Náttúrustofa Austurlands: Náttúrustofur velheppnuð byggðaaðgerð sem tryggir fjölbreytt störf fyrir ungt fólk á landsbyggðinni.
- 10:40-11:00 Ingólfur Arnarsson, Háskólinn á Bifröst: Verkefnið,,Rekstraráætlanir“.
- 11:00-11:20 Unnar Geir Unnarsson, Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs: Sviðslistir á Fljótsdalshéraði, atvinna eða afþreying?
- 11:20-11:30 Fyrirspurnir
- 11:30-12:00 Léttir réttir
- 12:00-12:20 Sigríður K. Þorgrímsdóttir og Kristján Þ. Halldórsson, Byggðastofnun: Brothættar byggðir.
- 12:20-12:40 Silja Jóhannesdóttir, Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga: Raufarhöfn og framtíðin eftir 2014. Öxarfjörður í sókn.
- 12:40-13:00 Guðrún Schmidt, Landgræðsla ríkisins: Samhugur, samkennd og sjálfbærni - Sókn landsbyggða.
- 13:00-13:20 Jóna Árný Þórðardóttir, Austurbrú: Innanlandsflug sem almenningssamgöngur.
- 13:20-13:30 Fyrirspurnir
- 13:30-14:00 Samantekt: Þóroddur Bjarnason
Fundarstjóri: Björg Björnsdóttir, verkefnisstjóri, Samtaka sveitarfélaga á Austurlandi.
Fréttasafn
- 2025
- janúar
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember