Fara í efni  

Fréttir

Byggðaráðstefnan 2016

Sókn landsbyggða:

Kemur unga fólkið? Hvar liggja tækifærin?

14.-15. september 2016, Breiðdalsvík

Byggðastofnun í samstarfi við Austurbrú, Breiðdalshrepp, Samband íslenskra sveitarfélaga og Samband sveitarfélaga á Austurlandi stendur að ráðstefnunni sem er ætlað að kynna nýjar rannsóknir í byggðamálum og reynslu af hagnýtu starfi og vera á þeim grunni vettvangur fyrir umræðu um stefnumótun. Ráðstefnan er haldin á Breiðdalsvík er það gert til að veita þátttakendum innsýn í lífskjör heimamanna og áskoranir og tækifæri sem þeir standa frammi fyrir.

Á fyrri degi ráðstefnunnar er ætlunin að gefa yfirsýn yfir stöðu og þróun í byggða- og atvinnumálum landsbyggðanna. Kynntar verða nýlegar rannsóknir á þróun menntamála, atvinnuhátta sjávarbyggða, ferðaþjónustu, stóriðju og síðast en ekki síst á viðhorfum ungs fólks og brottfluttra kvenna. Þá mun Laila Kildesgaard sem er framkvæmdastjóri svæðissveitarfélagsins Borgundarhólms, segja frá því hvernig unnið hefur verið að því að snúa vörn í sókn á eyjunni sem hefur sem danskt jaðarsvæði, þurft að glíma við svipaðar áskoranir og íslenskar landsbyggðir.

Á seinni degi ráðstefnunnar verður sjónum síðan beint að sóknarfærum til jákvæðrar framþróunar. Kynnt verða árangursrík þróunarverkefni og tækifæri. Ráðstefnan á erindi við sveitarstjórnarfólk, fulltrúa atvinnulífs, stefnumótendur og alla sem vinna að og eru áhugasamir um byggða- og atvinnuþróun á Íslandi. 

Ráðstefnugjald er 15.000 kr. innifalið er veitingar, ráðstefnugögn og fyrirtækjaheimsóknir.  

Skráning á info@breiddalsvik.is – skráningarfrestur er til 5. september nk.

Nánari upplýsingar: Sigríður Elín Þórðardóttir, sigridur@byggdastofnun.is

Dagskrá

Miðvikudagur 14.09.2016

  •   9:30-10:00  Skráning og afhending ráðstefnugagna.
  • 10:00-10:10  Hákon Hansson, oddviti Breiðdalshrepps.
  • 10:10-10:25  Gunnar Bragi Sveinsson, ráðherra byggðamála.
  • 10:25-10:35  Aðalsteinn Þorsteinsson, forstjóri Byggðastofnunar.
  • 10:35-11:05  Þóroddur Bjarnason, Háskólinn á Akureyri: Mennt og máttur landsbyggðanna.
  • 11:05-11:20  Kaffi
  • 11:20-11:40  Gréta Bergrún Jóhannesdóttir, Þekkingarnet Þingeyinga: Breytingar á atvinnuháttum sjávarbyggða á Íslandi-raundæmið Húsavík.
  • 11:40-12:00  Arnar Þór Jóhannesson, Rannsóknarmiðstöð Háskólans á Akureyri: Viðhorf til ferðaþjónustu: Ólíkir staðir - ólík sýn.
  • 12:00-12:15  Fyrirspurnir
  • 12:15-13:10  Hádegismatur
  • 13:10-13:40  Hjalti Jóhannesson, Rannsóknarmiðstöð Háskólans á Akureyri: Stóriðja á Austurlandi og lýðfræðileg þróun á rekstrartíma.
  • 13:40-14:00  Margrét Gauja Magnúsdóttir, Þekkingarsetrið Nýheimar: Lýðræðisvitund og valdefling ungmenna á landsbyggðinni.
  • 14:00-14:20  Stefanía Gísladóttir, Landsbyggðin lifi: Búsetuskilyrði ungs fólks. 
  • 14:20-14:40  Helena Eydís Ingólfsdóttir, Þekkingarnet Þingeyinga: Áhrifaþættir og búseta ungs fólks.   
  • 14:40-15:00  Kaffi
  • 15:00-15:40  Laila Kildesgaard, kommunaldirektør i Bornholms Regionskommune.
  • 15:40-16:00  Birna G. Árnadóttir og Tinna K. Halldórsdóttir, Austurbrú: Ég kem ekki aftur!
  • 16:00-16:20  Fyrirspurnir og umræður
  • 17:00            Fyrirtækjaheimsóknir í boði heimamanna
  • 20:00            Kvöldverður

Fimmtudagur 15.09.2016

  •   9:00-  9:20  Sigrún Blöndal, formaður SSA: Framhaldsskólamenntun í heimabyggð
  •   9:20-  9:40  Tinna K. Halldórsdóttir, Austurbrú: Heima er þar sem eyjahjartað slær.
  •   9:40-10:00  Tinna Guðmundsdóttir, Myndlistarmiðstöð Austurlands: Tilviksrannsókn um Skaftfell - myndlistarmiðstöð Austurlands.
  • 10:00-10:20  Kaffi
  • 10:20-10:40  Kristín Ágústsdóttir, Náttúrustofa Austurlands: Náttúrustofur velheppnuð byggðaaðgerð sem tryggir fjölbreytt störf fyrir ungt fólk á landsbyggðinni.
  • 10:40-11:00  Ingólfur Arnarsson, Háskólinn á Bifröst: Verkefnið,,Rekstraráætlanir“.
  • 11:00-11:20  Unnar Geir Unnarsson, Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs: Sviðslistir á Fljótsdalshéraði, atvinna eða afþreying?
  • 11:20-11:30  Fyrirspurnir
  • 11:30-12:00  Léttir réttir 
  • 12:00-12:20  Sigríður K. Þorgrímsdóttir og Kristján Þ. Halldórsson, Byggðastofnun: Brothættar byggðir.
  • 12:20-12:40  Silja Jóhannesdóttir, Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga: Raufarhöfn og framtíðin eftir 2014.  Öxarfjörður í sókn. 
  • 12:40-13:00  Guðrún Schmidt, Landgræðsla ríkisins: Samhugur, samkennd og   sjálfbærni - Sókn landsbyggða. 
  • 13:00-13:20  Jóna Árný Þórðardóttir, Austurbrú: Innanlandsflug sem almenningssamgöngur.   
  • 13:20-13:30  Fyrirspurnir
  • 13:30-14:00  Samantekt: Þóroddur Bjarnason

Fundarstjóri: Björg Björnsdóttir, verkefnisstjóri, Samtaka sveitarfélaga á Austurlandi. 

Prentvæn útgáfa


Til baka

Fréttasafn

2025
janúar
2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389