Fréttir
Byggðaráðstefnan 2016
Sókn landsbyggða
Kemur unga fólkið? Hvar liggja tækifærin?
14.-15. september 2016, Breiðdalsvík
Byggðaráðstefnan 2016
Tilgangur ráðstefnunnar er að tengja saman fræðilega og hagnýta þekkingu á stöðu og þróun með það að markmiði að efla samfélög í landsbyggðum. Ráðstefnan er umræðuvettvangur fólks úr háskólunum, stjórnsýslunni, sveitarstjórnun og annarra sem áhuga hafa á þróun byggðanna. Leitast verður við að ná fram ólíkum sjónarmiðum þeirra sem vinna að rannsóknum, stefnumótun og starfa á vettvangi byggðamála. Á Byggðaráðstefnunni verður sérstaklega horft til sóknafæra landsbyggða og ungs fólks, samanber yfirskrift ráðstefnunnar.
Kallað er eftir erindum frá fræða- og háskólasamfélaginu, stefnumótendum og þeim sem vinna á vettvangi um stöðu og þróun byggðar. Erindin geta m.a. fjallað um mismunandi þætti í sókn landsbyggða eins og að efla þjónustu í litlum samfélögum, virkja og efla félagsauðinn og auka íbúalýðræði. Einnig um nýtingu á rafrænni þjónustu, hlut skóla- og heilbrigðisþjónustu í litlum samfélögum auk annars sem fræða-, rannsókna- og stjórnsýslusamfélagið telur mikilvægt að ræða á ráðstefnu sem helguð er sókn landsbyggða. Lögð er áhersla á að fyrirlesarar hafa rúman efnisramma og geta fjallað hvort sem er um einn einstakan þátt eða fleiri eftir eðli máls. Ætlast er þó til að efnið tengist á einhvern hátt meginþræðinum þ.e. sókn landsbyggða og unga fólkinu.
Tillaga að fyrirlestri með stuttri innihaldslýsingu, 200-300 orða útdrátt, sendist til Byggðastofnunar á netfangið sigridur@byggdastofnun.is fyrir 20. júní 2016.
Á Byggðaráðstefnunni á Patreksfirði 2014 var ákveðið að halda næstu ráðstefnu á Breiðdalsvík. Að Byggðaráðstefnunni 2016 standa Byggðastofnun, Samband íslenskra sveitarfélaga, Austurbrú og Breiðdalshreppur.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember