Fara í efni  

Fréttir

Byggðabrú

Hinn 1. júlí 1998 var undirritaður samningur milli Landssímans og Byggðastofnunar um myndsímatengibrú, síðar nefnd Byggðabrú. Með samningum er Byggðastofnun tryggður óheftur afnotaréttur að Byggðabrúnni á bestu kjörum sem gilda í símtölum innanlands á hverjum tíma, og getur Byggðastofnun ráðstafað þeim rétti til atvinnuþróunarfélaga eða þeirra aðila sem gerast aðilar að sérstöku þróunarverkefni sem Byggðastofnun, Landssíminn og atvinnuþróunarfélög standa að.

Byggðastofnun og atvinnuþróunarfélögin halda mánaðarlega samstarfsfundi á Byggðabrúnni. Þar eru rædd ýmis samstarfsmál og miðlað reynslu milli félaganna. Þróunarsviðið stýrir Byggðabrúnni og veitir félögunum faglega aðstoð. Auk þess halda Byggðastofnun og atvinnuþróunarfélögin mánaðarlega fagfundi á Byggðabrúnni ásamt háskólum og stofnunum í stoðkerfi atvinnulífs og byggðaþróunar. Á fundunum er ýmist fjallað almennt um atvinnu- og byggðamál eða samstarf atvinnuþróunarfélaganna við stofnanir sem vinna að atvinnuráðgjöf. Þróunarsvið Byggðastofnunar annast fundarboð, fundargerðir, samræmingu fundanna og tekur við tillögum um umfjöllunarefni. Þá heldur Byggðastofnun reglulega samstarfsfundi á Byggðabrúnni með ferðamálafulltrúum, þar sem rædd eru sameiginleg málefni og samstarf þeirra ásamt stefnumörkun í ferðamálum. Loks heldur Byggðastofnun umræðufundi á Byggðabrúnni með atvinnuþróunarfélögum, sveitarfélögum, háskólum og fleirum um aðra búsetuþætti en atvinnumál, svo sem menningu, afþreyingu, þjónustu, menntun o.fl.

Byggðabrúin er einnig notuð til fjarkennslu, sem er mikilvægur þáttur í byggðaþróun. Það er mikilvægur þáttur í atvinnuuppbyggingu að auka þekkingu á sviði atvinnuveganna og einnig er fjarkennsla liður í að jafna aðstöðu til menntunar almennt og bæta þar með búsetuskilyrði á landsbyggðinni. Unnið er að/undirritaður hefur verið samningur milli Landssímans og samtaka um fjarkennslu á Byggðabrúnni, þar sem tryggð eru 50% af flutningsgetu Byggðabrúarinnar til fjarkennslu á hagstæðum kjörum.

Auk þessarar skipulögðu notkunar á Byggðabrúnni er hún notuð til ýmis konar fundarhalda á vegum atvinnuþróunarfélaganna, aðila tengdum þeim eða með beinum aðgangi gegnum Landssímann.

Árangur af starfrækslu Byggðabrúarinnar er ótvíræður. Má þar nefna stórbætt samskipti atvinnuþróunarfélaganna sín á milli og samskipti við Byggðastofnun og ýmsar aðrar stofnanir stoðkerfis atvinnulífsins. Einnig ber að nefna kynningu á byggðamálum, jöfnun aðstöðu til náms óháð búsetu og stórbætta aðstöðu til fundarhalda óháð búsetu og lækkun kostnaðar við þá fundi.


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389