Fréttir
Byggðabragur: Félagssálfræðileg rannsókn og verkfærakista ætluð sveitarfélögum
Byggðabragur sveitarfélaga er viðfangsefni rannsóknarskýrslu sem nýverið var gefin út af Rannsóknasetri byggða og sveitarstjórnarmála við Háskólann á Bifröst. Skýrslan ber heitið Byggðabragur: Félagssálfræðileg rannsókn á þremur íslenskum sveitarfélögum. Rannsóknin var styrkt af Byggðarannsóknasjóði vorið 2023. Samhliða skýrslunni var gefin út handbók, Byggðabragur: Verkfærakista ætluð sveitarfélögum. Höfundar beggja rita eru dr. Bjarki Þór Grönfeldt og dr. Vífill Karlsson.
dr. Bjarki Þór Grönfeldt og dr. Vífill Karlsson höfundar ritanna.
Sveitarfélögin Dalabyggð, Húnaþing vestra og Húnabyggð tóku þátt og var byggðabragur þeirra viðfangsefni rannsóknarinnar. Rannsakendur leituðu meðal annars eftir breytum eða mögulegum ástæðum sem gætu skýrt þann mun milli sveitarfélaganna sem áður hafði sést í íbúakönnunum í þáttum sem efla jákvæðan byggðabrag. Byggðabragur er skilgreindur í skýrslunni þannig að átt er við hver ánægja íbúa er með sveitarfélagið og þjónustuna þar sem þeir búa, hversu bjartsýnir þeir eru á framtíðina og hvort þeir vilji halda áfram búsetu á svæðinu.
Notuð var blönduð rannsóknaraðferð. Fyrir íbúa sveitarfélaganna þriggja voru lagðar umfangsmiklar spurningakannanir þar sem notast var við hentugleikaúrtak. Spurningakannanirnar innihéldu félagssálfræðilega mælikvarða og voru meðaltöl sveitarfélaga borin saman. Í framhaldinu var könnunum fylgt eftir með samtölum við rýnihópa í sveitarfélögunum þremur, hverju fyrir sig.
Í spurningakönnunum kom fram að marktækur munur hafi meðal annars greinst í félagslegri samheldni, trú á getu samfélagsins til að takast á við áskoranir og hversu vel íbúar gátu uppfyllt þarfir sínar í sveitarfélaginu. Einnig var afgerandi munur á hvort hrepparígur væri vandamál, hvort erfiðleikar væru í samstarfi dreifbýlis og þéttbýlis og hvort slúður og neikvæðni væru vandamál í sveitarfélaginu að mati íbúa. Út frá þessum mælikvörðum voru niðurstöður Húnaþings vestra betri en hinna sveitarfélaganna. Markmið rýnihópaviðtala var að greina hvað gæti valdið þessum mun á milli sveitarfélaganna. Niðurstöður rýnihópanna voru helstar að samfélagið í Húnaþingi vestra er opnara og auðveldara fyrir nýja íbúa að komast inn í það. Íbúar í Húnaþingi vestra eru stoltir af sterkum fyrirtækjum í eigu heimamanna þar sem eignarhaldið virðist skipta miklu máli og færa þeim trú á samfélagið. Jafnframt að samfélagið í Húnaþingi vestra virðist virka sem ein heild og að gott samband sé á milli dreifbýlis og þéttbýlis. Í skýrslunni kemur fram að þrátt fyrir sambærilega samfélagsgerð og landfræðilega nálægð er samfélagslegt hugarfar íbúa gerólíkt þar sem byggðabragur í Húnaþingi vestra virðist mun jákvæðari. Munurinn verður ekki skýrður vegna launa, menntunarstigs eða atvinnuvega þar sem þeir eru keimlíkir á milli svæðanna. Að mati höfunda virðist það því blasa við að munur þessara samfélaga er að stórum hluta huglægs eða félagslegs eðlis og að í því felist mörg tækifæri í að vinna með afstöðu íbúanna. Höfundar skýrslunnar vonast til að aukin þekking á sálfræðilegum hliðum byggðamála geti stuðlað að sterkari og sjálfbærari samfélögum og aukinni byggðafestu.
Samhliða skýrslunni kom út handbókin „Byggðabragur: Verkfærakista ætluð sveitarfélögum“. Handbókinni er ætlað að vera leiðarvísir fyrir sveitarfelög sem vilja byggja upp jákvæðan byggðabrag og auka lífsgæði íbúanna. Bent er á mikilvægi virkrar hlustunar stjórnenda og jafnframt að skýr stefna og tilgangur séu grundvallaratriði. Hlustun á íbúa og menning sem stuðlar að virkni þeirra og þátttöku í samfélagi þar sem allir tilheyra sé dýrmæt. Mikil verðmæti fyrir sveitarfélög sé fólgin í því að efla stolt íbúa.
Sjá nánar rannsóknarskýrsluna í heild sinni og handbókina:
Byggðabragur: Félagssálfræðileg rannsókn á þremur íslenskum sveitarfélögum og
Byggðabragur: Verkfærakista ætluð sveitarfélögum
Umfjöllun um rannsóknina er einnig að finna á heimasíðu Háskólans á Bifröst: Byggðabragur rannsakaður.
Byggðarannsóknarsjóður var settur á laggirnar 2014 og hafa verið veittir úr honum 43 styrkir, tíu ár í röð, alls ríflega 106 milljónir. Tilgangur sjóðsins er að efla byggðarannsóknir og bæta þekkingargrunn fyrir stefnumótun og aðgerðir í byggðamálum. Byggðastofnun fer með umsýslu sjóðsins.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember