Fréttir
Búum til betri byggð
Grundvöllur verkefnisins er að ekki nægir að líta á atvinnumálin ein sér sem skilyrði fyrir búsetu. Rannsóknir sýna að svokallaðir búsetuþættir hafa einnig mikil áhrif á ákvarðanir fólks um búsetu sína. Þeir búsetuþættir sem fjallað var um í verkefninu voru; menning og afþreying, sjálfsmynd og ímynd, húsnæðismál, menntun, umhverfis og skipulagsmál, félagsleg þjónusta, verslun og þjónusta, samgöngur og fjarskipti.
Haldnir voru átta fundir á Byggðabrúnni, fjarfundabrú Byggðastofnunar, einn um hvern búsetuþátt sem um var fjallað. Fyrir fundina unnu atvinnuráðgjafar í öllum landshlutum stöðumat á viðkomandi búsetuþætti á sínu starfsvæði í samráði við starfsfólk sveitarfélaga. Reynt var að samræma þessa vinnu milli landshluta með því að útbúa gátlista og spurningalista.
Á fjarfundunum kynntu atvinnuráðgjafarnir yfirlit á stöðu málaflokksins í sínum landshluta og sérfræðingum um það málefni sem var til umræðu hverju sinni var boðið að sitja fundina. Þá voru einnig settar fram tillögur í viðkomandi málaflokkum.
Fundum um öll málefni lauk um miðjan mars. Í apríl hittist samstarfshópurinn á Vorfundi atvinnuráðgjafa og tók afstöðu til einstakra tillagna sem fram komu í vinnuferlinu, og gerði tillögur að framhaldsverkefnum sem atvinnuþróunarfélögin og þróunarsvið Byggðastofnunar geta unnið áfram. Auk þessa ályktaði fundurinn um ýmis málefni sem ekki er á okkar færi að takast á við en talin eru mjög mikilvæg fyrir þróun búsetu í landinu. Tekið skal fram að um er að ræða ályktanir þeirra starfsmanna atvinnuþróunarfélaganna og Byggðastofnunar sem skipuðu samstarfshópinn og sátu vorfund atvinnuþróunarfélaganna.
Fréttasafn
- 2025
- janúar
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember