Fara í efni  

Fréttir

Brothættar byggðir – úthlutun styrkja í fjórum byggðarlögum

Brothættar byggðir – úthlutun styrkja í fjórum byggðarlögum
Við afhendingu styrkja í Breiðdalsvík

Byggðastofnun veitir árlega styrki til samfélagsverkefna á vegum verkefnisins Brothættra byggða. Alla jafna er auglýst eftir umsóknum á fyrrihluta ársins þannig að frumkvöðlar geti nýtt styrkina til góðra verka á árinu.

Það sem af er ári hefur verið úthlutað styrkjum í Skaftárhreppi, Breiðdalshreppi, Öxarfjarðarhéraði og á Raufarhöfn. Styrkt eru 38 verkefni og til úthlutunar eru fimm milljónir á hverju svæði. Eftir er að úthluta styrkjum í verkefninu Hrísey, perla Eyjafjarðar og verður það gert fljótlega. Þá er eftir að auglýsa eftir umsóknum í verkefninu Glæðum Grímsey og verður það væntanlega gert á næstu dögum.

Styrkjum er úthlutað til eftirfarandi verkefna, skipt eftir svæðum:

Skaftárhreppur til framtíðar:

Myndspor. Varðveisla ljósmynda sem til eru úr Skaftárhreppi frá  því fyrir aldamótin 1900 og fram á miðja 20. öld. Ábyrgð, Fótspor, félag um sögu og minjar í Skaftárhreppi. Styrkfjárhæð kr. 1.000.000,-

Gæsabeit, náttúra í Skúmey og Bændur græða landið. Rannsaka á gæsabeit í túnum í Skaftárhreppi, Landgræðsla ríkisins mun greiða hluta launa starfsmanns til að sinna úttektum og heimsóknum til bænda sem eru í verkefninu Bændur græða landið. Styrkfjárhæð kr. 500.000,-

Handverksmiðja. Handverksmiðjan verður félags- og fræðslumiðstöð og einnig verða haldin námskeið. Smiðjan er hugsuð sem starfsaðstaða sem hægt er að leigja. Ábyrgð, Áhugahópur um handverksmiðju. Styrkfjárhæð kr. 700.000,-

Heilsudagar, framhaldsverkefni. Einu sinni á ári verði dagar helgaðir heilsusamlegum lífstíl. Á heilsudögum eru ýmsir viðburðir, s.s fyrirlestrar, heilsufarsmælingar og ýmis námskeið og kennsla. Ábyrgð, Skaftárhreppur. Styrkfjárhæð kr. 300.000,-

Feldfjárrækt. Styrkja á undirstöður í feldfjárrækt, leita uppi efnilegar kindur til feldfjárræktar á svæði Skaftárhrepps og utan þess. Félagið leitast við að feldfjárræktarbú í Skaftárhreppi fái líflambasöluleyfi. Ábyrgð, Feldfjárræktarfélagið. Styrkfjárhæð kr. 500.000,-

Arfur. Verkefni um rafrænar upplýsingar um þjóðleiðir og fornar ferðaleiðir um aldamótin 1900, ásamt örnefnum sem þeim tengjast, sem hafa verið skráðar í gagnagrunn Kirkjubæjarstofu. Útgáfa veglegrar bókar og minni handbókar. Ábyrgð, Kirkjubæjarstofa. Styrkfjárhæð kr. 500.000,-

Hvað er í matinn? Framhaldsverkefni. Unnið með verkefni klasans, Hvað er í matinn? Boðið upp á námskeið, koma á fót matar- og handverksmarkaði með vörum úr héraði, halda matartengda viðburði, bjóða upp á að fólk geti smakkað það sem svæðið hefur upp á að bjóða. Ábyrgð, Hvað er í matinn? Samtal ferðaþjónustu og landbúnaðar í Skaftárhreppi og Friður og frumkraftar. Styrkfjárhæð kr. 500.000,-

Afmæli Kirkjubæjarstofu. Ársfundur Kirkjubæjarstofu 2017 verður helgaður tuttugu ára afmælishátíð Kirkjubæjarstofu, sem fyrirhugað er að halda í september og málþing henni tengd. Umfjöllunarefni verður tengt náttúru, sögu og menningu svæðisins. Ábyrgð, Kirkjubæjarstofa. Styrkfjárhæð kr. 200.000,-

Rófur úr héraði. Hanna uppskrift úr rófum sem eru ræktaðar á Maríubakka í Skaftárhreppi, þar sem að rófan er annað hvort aðal hráefnið eða sem meðlæti. Þá vinnu geta hótel og veitingastaðir í Skaftárhreppi nýtt sér. Ábyrgð, Maríubakki ehf. Styrkfjárhæð kr. 500.000,-

Plastpokalaus Skaftárhreppur. Tilraunaverkefni um að hvetja íbúa og fyrirtæki til að draga úr plastpokanotkun, hvetja til að fólk nýti sér margnotapoka, maíspoka eða bréfpoka og langtímamarmkmiðið er að Skaftárhreppur verði plastpokalaus til frambúðar. Verkefnið tengist verkefni um sama málefni á starfssvæði SASS. Ábyrgð, Sunneva Kristjánsdóttir og Auðbjörg B. Bjarnadóttir, Styrkfjárhæð kr. 300.000,-

Öxarfjörður í sókn:

Jarðarberjarækt. Undirbúa á ræktun jarðarberja í Sandfellshaga 2, með því að kynna sér ræktun þeirra annars staðar, kanna markaðsmál og í framhaldinu að reisa gróðurhús og hefja ræktun. Ábyrgð Linda Björk Níelsdóttir, styrkfjárhæð kr. 970.000,-

Melar – gistihús. Endurbyggja og laga á hús á Kópaskeri sem byggt er árið 1930 með það fyrir augum að bjóða gistingu. Ábyrgð, Hildur Ólafsdóttir. Styrkfjárhæð kr. 1.970.000,- til undirbúnings.

Betri merkingar við Skjálftavatn. Við Skjálftavatn í Kelduhverfi hefur orðið mikil uppbygging þar sem nú er áfanga- og nestisstaður fyrir ferðamenn. Ætlunin er að merkja staðinn betur við þjóðveginn. Ábyrgð, Norðurhjari, ferðaþjónustusamtök. Styrkfjárhæð kr. 250.000,-

Uppbygging náttúrubaða við Öxarfjörð. Undirbúningur uppbyggingar náttúrubaða með þarfagreiningu, nánari skoðun valkosta og gerð viðskiptaáætlunar. Að þessum þáttum loknum verður tekin ákvörðun um næstu skref. Ábyrgð, Framfarafélag Öxarfjarðar f.h. óstofnaðs félags. Styrkfjárhæð kr. 1.810.000,-

Raufarhöfn og framtíðin

Óskarsbraggi-listamiðstöð. Óskarsstöð á Raufarhöfn verði staðarprýði og fái nýtt hlutverk sem listamiðstöð, gestavinnustofur á alþjóðavísu með aðstöðu til námskeiða og sýningahalds. Ábyrgð, SFH ehf. Styrkfjárhæð kr. 1.000.000,-

Afmælishátíð Hnitbjarga. Menningarviðburður á Raufarhöfn í tengslum við 50 ára afmæli félagsheimilisins Hnitbjarga. Halda á íbúafund og fá íbúa og brottflutta að skipulagningu sem og að framkvæmdinni sjálfri. Ábyrgð, Íbúasamtök Raufarhafnar. Styrkfjárhæð kr. 250.000,-

Greining á þjónustu-smáforriti. Greina og teikna upp smáforrit fyrir örþjónustuaðila.Smáforritið býður neytendum upp á að senda inn ábendingar varðandi fyrirtæki sem þeir sækja þjónustu hjá. Ábyrgð, Karítas Ríkharðsdóttir. Styrkfjárhæð kr. 200.000,-

Hoppað um heimskautsbaug. Velja á ártöl fyrir staðsetningu norðurheimsskautsbaugsins á mismunandi tímum og útbúa fróðleik um hvert og eitt ártal með gagnasöfnun og viðtölum. Tengja milli ártalanna og útbúa GPS leið til útgáfu í Wappinu sem hægt er að fara með bíl, á hestbaki, reiðhjóli eða á tveimur jafnfljótum. Velja þær tíu staðsetningar sem sem henta best fyrir skilti og þann fróðleik sem fer á þau. Ábyrgð, Wapp – Walking app ehf/Einar Skúlason. Styrkfjárhæð kr. 500.000,-

Rannsóknastöðin Rif: Uppbygging aðstöðu. Byggja upp rannsóknaaðstöðu til grunnúrvinnslu sýna og gagna sem nýtast mun fyrir þá vísindamenn sem leggja stund á rannsóknir á Melrakkasléttu á vegum Rannsóknastöðvarinnar Rifs. Byggja á aðstöðuna upp í Grunnskóla Raufarhafnar. Ábyrgð, Rannsóknastöðin Rif. Styrkfjárhæð kr. 1.000.000,-

Heimavinnsla í Höfða. Vinna á kjötafurðir og selja beint frá býli. Til að byrja með á að láta hanna heimasíðu þar sem hægt verður að fylgjast með öllu sem fram fer í búskapnum, fræðast um heimilisfólkið og panta kjöt. Ábyrgð, Nanna Höskuldsdóttir. Styrkfjárhæð kr. 275.000,-

Stikun gönguleið(ar) við Raufarhöfn. Merkja og bæta gönguleið frá Heimskautsgerðinu á Melrakkaási yfir á stíg fyrir ofan þorpið á Raufarhöfn og þaðan sem göngustígurinn endar við aðalveg sunnan við þorpið, áfram niður að sjó og aftur inn í þorpið. Ábyrgð, Ferðafélagið Norðurslóð. Styrkfjárhæð kr. 200.000,-

Örnefni á Raufarhöfn og í nærsveitum. Staðsetja á örnefni í gagnagrunn Landmælinga Ísland og bjarga ómetanlegum menningarverðmætum frá glötun og skapa ný tækifæri til þess að mæta eftirspurn eftir menningartengdri ferðaþjónustu.Ábyrgð, Urðarbrunnur – menningarfélag. Styrkfjárhæð kr. 1.000.000,-

Þjóðlist og dans frá Noregi. Kynna norska þjóðlagatónlist og þjóðdansa fyrir skólakrökkum og almenningi í Þingeyjarsýslu með sérstaka áherslu á danstónlist fyrir fiðlu og harmoniku  í Noregi. Ábyrgð, Þjóðlist ehf. Styrkfjárhæð kr. 75.000,-

Raufarhöfn.net. Skrá betur og skipuleggja myndasafn sem umsækjandi hefur verið að safna saman á raufarhofn.net undanfarin tíu ár. Með því verður til aðgengilegt viðamikið ljósmyndsafn sem nýtist þeim sem hafa áhuga á sögu svæðisins. Ábyrgð, Jónas Hreinsson. Styrkfjárhæð kr. 500.000,-

Breiðdælingar móta framtíðina

Ullargull. Verkefnið fékk undirbúningsstyrk árið 2017. Fullvinna á og markaðssetja minjagripi sem framleiddir eru úr hágæðaull frá sauðfjárbúi umsækjanda. Ábyrgð, Arnaldur Sigurðsson. Styrkfjárhæð kr. 200.000,-

Landbúnaðartengt Hostel í Breiðdal. Verkefnið stuðlar að frekari uppbyggingu og fjölbreytni í ferðaþjónustu í Breiðdal. Veittur styrkur vegna frekari útfærslu á hugmyndinni um landbúnaðartengt Hostel. Ábyrgð, Arnar Sigurvinsson. Styrkfjárhæð kr. 100.000,-

Vakinn gæðavottun. Byggja upp og styrkja ferðaþjónustufyrirtæki með þátttöku í gæðavottuninni Vakanum. Markmið Vakans er að efla gæði, öryggi og umhverfisvitund í ferðaþjónustu með handleiðslu og stuðningi, jafnframt því að byggja upp samfélagslega ábyrgð innan greinarinnar. Ábyrgð, Bifreiðaverkstæði Sigursteins. Styrkfjárhæð kr. 400.000,-

Breiðdalsbiti – Styrkur vegna markaðssetningar afurða fyrirtækisins. Framleiðsla Breiðdalsbita er hafin og stefnt að framleiðslu fleiri tegunda af unnum kjötvörum. Markmiðið er að fullvinna kjötafurðir þeirra bænda sem eiga fyrirtækið og skapa fjölbreyttari atvinnu fyrir eigendur og hugsanlega fleiri. Styrkfjárhæð kr. 600.000,-

Menningardagur Breiðdælinga 2017. Menningardagur hefur verið haldinn undanfarin tvö haust. Áformað að móta dagskrána enn frekar og gera daginn að árlegum viðburði. Ábyrgð, Breiðdalshreppur. Styrkfjárhæð kr. 300.000,-

Breiðdalssetur - Ný heimsíða. Leitað verður eftir samstarfi við Austurnet, sem útfærði þá heimasíðu sem nú er notuð en er orðin úrelt. Heimasíðan ætti að vera vera tilbúin í lok nóvember 2017. Styrkfjáhæð kr. 150.000,-

Breiðdalssetur - GPL Walker mapping award. Breiðdalssetur hyggst veita árleg verðlaun fyrir vel unnið verkefni við kortlagningu í tengslum við jarðfræði. Verðlaunin fá nafnið „GPL Walker mapping award“, til heiðurs breska jarðfræðingnum GPL Walker (1926-2005). Styrkfjárhæð kr. 150.000,-

Útgerðarfélagið Einbúi ehf. Hefja á vinnslu á harðfiski og pakka í neytendaumbúðir. Unnið er að vöruþróun og rekstraráætlun. Þegar er kominn kaupandi og dreifingaraðili að harðfiskinum. Styrkfjárhæð kr. 700.000,-

Breiðdalsgátt (pointless door). Búið er að útfæra hugmyndina og stefnt að því að ljúka uppsetningu í vor. Útbúa á aðstöðu fyrir ferðamenn til myndatöku á fallegum útsýnisstað og þar með að laða að ferðamenn til að koma inn í þorpið. Styrkfjárhæð kr. 250.000,-

Beljandi Brugghús starfsleyfisumsóknir. Framleiðsla á bjór og veitingarekstur. Styrkur verður nýttur til að sækja um leyfi til að starfsemi geti hafist. Ábyrgð, Hið austfirzka Bruggfjelag. Styrkfjárhæð kr. 450.000,-

Hársnyrtistofa - Karítas Ósk Valgeirsdóttir Styrkur til undirbúnings uppsetningar á hársnyrtistofu á Breiðdalsvík. Á suðurfjörðum Austfjarða er nú engin hársnyrtistofa á svæðinu frá Höfn í Hornafirði og að Reyðarfirði. Ábyrgð, Karítas Ósk Valgeirsdóttir. Styrkfjárhæð kr. 700.000,-

Rock the Boat.  Árlegir útitónleikar í júnímánuði, sem fara fram á gömlum báti í þorpinu, en umhverfið er Bakkinn, opið svæði við sjóinn í miðju þorpinu. Ábyrgð, Kvenfélagið Hlíf. Styrkfjárhæð kr. 200.000,-

Þvottaveldið – þvottahús.  Stofna á þvottahúsið Þvottaveldið ehf. Veita á gististöðum á sunnanverðum Austfjörðum þjónustu með leigu og þvotti á hágæða líni. Ábyrgð, Sigríður Stephensen Pálsdóttir. Styrkfjárhæð kr. 900.000,-

Frisbígolfvöllur. Setja á upp sex körfu frisbí-golfvöll á Breiðdalsvík. Þessi íþróttagrein er í miklum vexti og nú eru rúmlega tuttugu vellir á landinu og víða fara fram keppnismót. Markmið er að efla áhuga bæjarbúa og gesta á íþróttinni. Ábyrgð, Umf. Hrafnkell Freysgoði, Þorgils Haukur Gíslason. Styrkfjárhæð kr. 200.000,-


Til baka

Fréttasafn

2025
janúar
2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389