Fara í efni  

Fréttir

Brothættar byggðir: Framtíðarsýn og markmið í fimm byggðarlögum

Trygg atvinna, góð þjónusta, öflugt mannlíf, sterkir innviðir, heillandi umhverfi, áhugaverður áningarstaður. Öll þessi atriði koma fyrir í meginmarkmiðum verkefnisins Brothættra byggða í fimm byggðarlögum af sex sem nú taka hafa þátt í verkefninu. Íbúar þessara byggðarlaga hafa ásamt verkefnisstjóra og verkefnisstjórnum samþykkt megináherslur í verkefninu og sett fram framtíðarsýn og markmið fyrir sína heimabyggð.

Framtíðarsýn og markmið fyrir verkefnin á Raufarhöfn, Öxarfjarðarhéraði, Breiðdalshreppi, Skaftárhreppi og Hrísey er nú tilbúin og hefur verið kynnt í ráðuneyti byggðamála. Verið er að leggja lokahönd á slíka vinnu fyrir Grímsey.

Auk þess að kynna framtíðarsýn og setja fram meginmarkmið, sem alla jafna eru þrjú til fjögur talsins, eru undir hverju meginmarkmiði sett fram nokkur starfsmarkmið. Þau eru tímasett og fram kemur hverjir bera ábyrgð á framkvæmd þeirra. Þessi skjöl eru lifandi, sem sagt þau eru sífellt í vinnslu. Á hverjum íbúafundi gerir verkefnastjóri grein fyrir stöðu markmiða og íbúar geta komið sjónarmiðum sínum á framfæri, t.d. bætt við starfsmarkmiðum eða breytt öðrum. Ætlunin með þessu verklagi er að stuðla að sameiginlegri sýn íbúa og annarra sem að málefnum byggðarlaganna koma á helstu viðfangsefni og næstu skref, þannig að allir rói í sömu átt.

Hér má sjá stefnumótunarskjölin fyrir byggðarlögin fimm:


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389