Fara í efni  

Fréttir

Breiðdælingar halda áfram að móta framtíðina

Fyrir nokkru síðan lögðu starfsmenn Byggðastofnunar, ásamt fulltrúum Fjarðabyggðar, leið sína í Breiðdalinn í því skyni að afhenda Hákoni Hanssyni Landstólpann, samfélagsviðurkenningu Byggðastofnunar. Hákon er vel að þessum samfélagsverðlaunum kominn eins og fram kom í frétt á vef Byggðstofnunar 23. mars sl. og hefur meðal annars leitt verkefnið Breiðdælingar móta framtíðina í Brothættum byggðum.

Hákon hefur ekki sleppt hendi af málefnum Breiðdals og tók vel beiðni ferðalanganna um að fá kynningu á fróðlegum viðfangsefnum í vinnslu sem höfðu meðal annars hlotið stuðning úr verkefninu Breiðdælingar móta framtíðina. Byggðastofnun lauk þátttöku sinni í verkefninu í upphafi árs 2019 og því áhugavert að sjá hver framvinda hefur verið á síðustu misserum.

Hákon hóf skoðunarferð með kynningu á Breiðdalssetri og starfsemi þess. Setrið er í einu elsta og virðulegasta húsi Breiðdalsvíkur og hafði á sínum tíma verið naumlega bjargað frá niðurrifi af vöskum íbúum staðarins. Í setrinu hefur farið fram metnaðarfull starfsemi og þar eru einkar fróðlegar sýningar. Nú hafa orðið þau tímamót að stofnað hefur verið háskólasetur í Breiðdalssetri með störf sérfræðinga í jarðvísindum og íslensku.

Elís Pétur Elísson fræddi gestina um Kaupfjelagið, Goðaborg fiskvinnslu, Gullrúnu ehf og Beljanda Brugghús. Í Kaupfjelaginu geta gestir og gangandi bæði keypt helstu nauðsynjavörur og fengið sér mat og/eða kaffiveitingar. Í Goðaborg gafst gestum færi á að kynna sér verkun harðfisks og smakka hann. Harðfiskurinn er afbragðsgóður. Í Beljanda Brugghúsi er ölstofa og þar er bjór seldur á krana. Hann er einnig seldur til veitingahúsa víða um land. Hjá Beljanda er meðal annars áformað að geyma bjór í ámum til að skerpa á bragði.

Að síðustu kynntu hjónin Ingólfur Finnsson og Helga Hrönn Melsteð starfsemi Bifreiðaverkstæðis Sigursteins og ferðaþjónustu undir merkjum Tinna Adventure fyrir gestunum. Veirufaraldur hefur sett strik í reikninginn í ferðaþjónustunni en þau horfa bjartsýn til framtíðar, enda hafa þau á fáum árum byggt upp gæðafyrirtæki og getið sér gott orð í ferðum sínum. Í leiðinni litu gestirnir inn í veislusal Frystihússins.

Að lokum var Hákon kvaddur með veglegum veitingum á Hamri – kaffihúsi á Breiðdalsvík.

Greinilegt er að Breiðdælingar halda áfram að móta framtíð byggðarlagsins af miklu kappi og frá 2019 með sterku baklandi í Fjarðabyggð.


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389