Fréttir
Bræðslan hlaut Eyrarrósina 2010
Fjölmennt var við athöfnina en auk afhendingar viðurkenningarinnar fluttu Sigríður Thorlacius og Högni Egilsson tónlist við góðar
viðtökur gesta. Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra og Hrefna Haraldsdóttir stjórnandi Listahátíðar í
Reykjavík fluttu ávörp.
Tónlistarhátíðin Bræðslan á Borgarfirði eystraer haldin árlega í húsi gamallar síldarbræðslu Kaupfélags Héraðsbúa, sem breytt hefur verið í tónleikahús. Hátíðin hefur vaxið jafnt og þétt allt frá upphafi hennar árið 2004 og á síðasta ári voru gestir Bræðslunnar um tvö þúsund talsins. Aðalsmerki Bræðslunnar er hin einstaka stemning sem myndast í síldarbræðslunni á tónleikakvöldinu sjálfu. Með alúð við skipulagningu hátíðarinnar og metnaði stjórnenda hefur Bræðslunni tekist að efla menningarlíf, mannlíf og ferðaþjónustu svæðisins og virkjað sköpunargleði og samtakamátt íbúa Borgarfjarðar eystra. Þannig hefur þessu samstarfsverkefni nokkurra heimamanna tekist að skapa Borgarfirði eystra fastan sess í tónleikaflóru sumarsins og varanlegt sóknarfæri á sviði menningartengdrar ferðaþjónustu.
Þrjú verkefni voru tilnefnd og kynnt sérstaklega á Bessastöðum í dag. Hin verkefnin tvö eru Eiríksstaðir í Haukadal og Skjaldborg, heimildarmyndahátíð á Patreksfirði. Handhafar Eyrarrósarinnar frá upphafi eru:
-
2005 - Þjóðlagahátíðin á Siglufirði
-
2006 - LungA, Listahátíð ungs fólks á Austurlandi
-
2007 - Strandagaldur á Hólmavík
-
2008 - Rokkhátíð alþýðunnar; Aldrei fór ég suður
-
2009 - Landnámssetrið í Borgarnesi
Eyrarrósiner samstarfsverkefni Listahátíðar í Reykjavík, Byggðastofnunar og Flugfélags Íslands. Markmiðið með Eyrarrósinni er að efla fagmennsku og færni við skipulagningu menningarlífs og listviðburða á landsbyggðinni, auka kynningarmöguleika einstakra sveitarfélaga og landshluta og skapa sóknarfæri á sviði menningartengdrar ferðaþjónustu á landsbyggðinni. Auglýst var eftir umsóknum í fjölmiðlum og voru umsækjendur m.a. ýmis tímabundin verkefni, menningarhátíðir, stofnanir og söfn. Fjögurra manna verkefnisstjórn, skipuð forstjóra og stjórnarformanni Byggðastofnunar og stjórnanda og framkvæmdastjóra Listahátíðar í Reykjavík, tilnefna og velja verðlaunahafa. Viðurkenningin er fjárstyrkur að upphæð 1.5 milljón, verðlaunagripur eftir Steinunni Þórarinsdóttur auk flugmiða frá Flugfélagi Íslands.
Eyrarrósin er tákn fyrir blómlegt menningarlíf í dreifðari byggðum landins. Hún þykir fegurst sumarblóma, ber litskrúðug blóm og er einkar harðgerð. Eyrarrósin er einnig þekkt lækningajurt.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember