Fara í efni  

Fréttir

Blue Fashion Challenge samkeppnin 2017

Hvað gerist þegar norrænir fatahönnuðir fá það verkefni að skapa nýtísku fatalínu úr efniðviði sem sóttur er í hafið, eins og þang, skeldýr, fisk og sel?

Svarið við þeirri spurningu fáum við á Blue Fashion Challange samkeppninni, sem fer fram dagana 23.-27. ágúst í Þórshöfn í Færeyjum. Þar etja kappi 11 fatahönnuðir, um að skapa áhugaverðan og spennandi hátískufatnað úr sjávarfangi og öðrum efniviði sem hægt er að sækja í sjó.

Blue Fashion Challange samkeppnin byggir á hugmynd um nýsköpun í tískuheiminum með sjálfbærum afurðum. Verkefninu er ætlað að færa fataiðnaðinn inn í nýja tíma þar sem efnisval og sjálfbærni í iðnaðinum eru í jafnvægi við náttúruna.

Segja má að hráefnið sem unnið er með sé vel þekkt í sögulegu samhengi, t.d. selskinn í veiðimannasamfélögum. Hins vegar er þang, skeldýr og fiskur efni sem enn eru í þróun og sem áhugavert er að fylgjast með. Hönnuðirnir munu með hönnun sinni gefa okkur dæmi um hvernig þessi efni geta mögulega nýst í tískuiðnaði framtíðarinnar.

Fyrstu daga Blue Fashion Challenge samkeppninnar munu þátttakendur vinna að hönnun sinni. Afraksturinn verður síðan sýndur á tískusýningu í uppgerðu pakkhúsi við höfnina í Þórshöfn.

Fatahönnuðurnir 11 eru:

Kolbrún Ýr Gunnarsdóttir og Milla Snorrason Íslandi, Louise Lynge Hansen Grænlandi, Lizette S. Karrento frá Álandseyjum, Marianne Mørck og Iben Bergstrøm Noregi, Helena Manner Finnlandi, Freya Dalsjø Danmörku, og Sissal K. Kristiansen, Lissi B. Andreassen og Frida Poulsen frá Færeyjum.

Dómnefndina í Blue Fashion Challenge samkeppninni skipa:

  • Tommy Ton, ljósmyndari yfirdómari
  • Sarah Ditty, Fashion Revolution
  • Suzi Christoffersen, Danish Fashion Institute
  • Halla Helgadóttir, Hönnunarmiðstöð Íslands

Hinn heimsþekkti tískuljósmyndari Tommy Ton mun ljósmynda allar fyrirsæturnar, bæði á tískusýningunni og á hinum ýmsu stöðum á Færeyjum. Tommy Ton er einn af eftirsóttustu tískuljósmyndurum heims um þessar mundir. Hann hefur m.a. unnið með þekktum tískumerkjum eins og Loewe, Michael Kors, Swarowski, Louis Vuitton og Levi’s.

Blue Fashion Challange er skipulögð af NORA Norræna Atlanshafssamstarfinu, Sjávarútvegsráðuneyti Færeyja og Norrænu ráðherranefndinni.

Fyrstu verðlaun eru 50.000 dkr. og önnur verðlaun 25.000 dkr.


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389