Fara í efni  

Fréttir

Bjarni Kr. Grímsson ráðinn sem verkefnisstjóri í verkefninu „Brothættar byggðir“ á Austurlandi

Bjarni Kr. Grímsson ráðinn sem verkefnisstjóri í verkefninu „Brothættar byggðir“ á Austurlandi
Verkefnisstjórn með nýráðnum verkefnisstjóra

Bjarni Kr. Grímsson hefur verið ráðinn til Austurbrúar sem verkefnisstjóri í verkefninu „Brothættar byggðir“ á Austurlandi.

Bjarni er fæddur árið 1955 og er Ólafsfirðingur að ætt og uppruna, en hefur búið í Reykjavík síðustu tvo áratugina. Hann er viðskiptafræðingur að mennt en auk þess er hann með diplóma í heilsuhagfræði og hefur verið í meistaranámi í mannauðsstjórnun við Háskóla Íslands. Bjarni hefur komið víða við á starfsferlinum. Hann hefur m.a. unnið á fasteignasviði Biskupsstofu, hjá Fjársýslu ríkisins og verið deildarstjóri launadeildar hjá Landspítala háskólasjúkrahúsi þá hefur hann gengt starfi fiskimálastjóra hjá Fiskifélags Íslands og sinnti þar m.a. ritstjórn Ægis. Auk þess sem hann hefur verið bæjarstjóri á Ólafsfirði og kaupfélagsstjóri á Þingeyri við Dýrafjörð. Hann hefur gengt ýmsum trúnaðarstörfum og má þar nefna setu í stjórnum Hafrannsóknarstofnunar, Rannsóknarstofu fiskiðnaðarins og Bjargráðasjóðs auk margvíslegrar nefndarsetu m.a.  í kjara- og launanefnd LSH svo eitthvað sé nefnt.  Bjarni er giftur Brynju V. Eggertsdóttur og á þrjá uppkomna syni.

Bjarni hóf störf hjá Austurbrú í byrjun júní og verður með starfsaðstöðu á Breiðdalsvík sem verkefnisstjóri í verkefninu „Breiðdælingar móta framtíðina“, í kjölfar þess að gerður var samstarfssamningur umverkefnið á Austurlandi á milli Austurbrúar, SSA, Byggðastofnunar og Breiðdalshrepps.  Breiðdalur er eina þátttökusamfélagið  á  Austurlandi í verkefninu um Brothættar byggðir enn sem komið er.

Myndin er tekin á fundi verkefnisstjórnar með nýráðnum verkefnisstjóra þann 29. júní síðastliðinn.  Fundarmenn eru, talið frá vinstri:  Helga Hrönn Melsteð, Bjarni Kr. Grímsson, Sigríður K. Þorgrímsdóttir, Björg Björnsdóttir, Hákon Ingi Hansson, Sif Hauksdóttir, Jóna Árný Þorðardóttir og Kristján Þ. Halldórsson.


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389