Fréttir
Bíldudalur – samtal um framtíðina:
Væntingar til uppbyggingar, en margt þarf að spila saman
Atvinnumál og grunnþjónusta voru Bílddælingum ofarlega í huga á íbúafundi sem haldinn var í félagsheimilinu Baldurshaga þriðjudaginn 3. september. Tilefni fundarins var tvíþætt. Annars vegar kynning á lýsingu vegna aðalskipulagsbreytingar Vesturbyggðar. Hins vegar tengdist fundurinn byggðaþróunarverkefni sem Byggðastofnun stendur fyrir á Bíldudal, með það að markmiði að virkja íbúa í svokölluðum „brothættum byggðum“. Unnið hefur verið að sambærilegu verkefni á Raufarhöfn og auk Bíldudals verður unnið með sama hætti í Skaftárhreppi og Breiðdalshreppi. Að verkefninu standa Vesturbyggð, AtVest, Fjórðungssamband Vestfirðinga og Háskólinn á Akureyri ásamt Byggðastofnun.
Mjög góð mæting var á fundinn, um 50 manns hlýddu á kynningar og tóku síðan þátt í umræðum, sem fóru fram í litlum hópum með aðferð sem kallast „Heimskaffi“. Umsjón með fundinum var í höndum Sigurborgar Kr. Hannesdóttur hjá ILDI, þjónustu og ráðgjöf. Aðalsteinn Þorsteinsson forstjóri Byggðastofnunar kynnti verkefnið „Brothættar byggðir“. Skipulagskynning var í höndum Óskars Arnar Gunnarssonar, skipulagsfræðings hjá Landmótun og Ármanns Halldórssonar skipulags- og byggingarfulltrúa hjá Vesturbyggð. Þá kynnti Aðalsteinn Óskarsson hjá FV, nýtingaráætlun um Arnarfjörð sem nú er í vinnslu. Stefnt er að því aðalskipulagsbreytingar verði staðfestar í kringum áramót. Umsagnarfrestur vegna nýtingaráætlunar fyrir Arnarfjörð er til 12. október.
Íbúum á Bíldudal hefur fækkað um rúm 40% frá árinu 1998. Breytingar hafa orðið á atvinnulífi eftir að fiskvinnsla lagðist af á staðnum. Nú eru uppi áform um töluverða uppbyggingu tengda laxeldi, en þátttakendur ræddu málin út frá spurningunni „Hvað þarf til, að möguleg uppbygging á Bíldudal verði farsæl?“ og fjölluðu þá bæði um drauma sína og áhyggjur.
Stærstu draumarnir sneru að öflugu og fjölbreyttu atvinnulífi, góðri þjónustu og samgöngum. Rætt var um mikilvægi sterkra innviða, skóla, heilbrigðisþjónustu, íþrótta- og tómstundastarf og síðast en ekki síst, samgöngur.
Þær áhyggjur sem helst komu fram voru þær að ekki takist að byggja upp innviði og þjónustu, of flókin stjórnsýsla tefji uppbyggingu, byggingarkostnaður sé hár og að erfitt kunni að vera að fá fjármagn til uppbyggingar, þar sem lánastofnanir haldi að sér höndum. Bent var á að Dalbrautin er íbúðargata og þoli ekki þungaflutninga í gegnum bæinn.
Á fundinum komu fram miklar væntingar til uppbyggingar, þó ekki sé hún föst í hendi og íbúar geri sér fulla grein fyrir að til að hún verði farsæl, þurfi margir þættir að spila saman, ákvarðanir stjórnvalda, sveitarfélags, lánastofnana og einkaaðila.
Næsti áfangi í verkefni Byggðastofnunar, Vesturbyggðar, AtVest og Fjórðungssambands Vestfjarða, sem hlotið hefur yfirskriftina „Bíldudalur – samtal um framtíðina“, verður tveggja daga íbúaþing á Bíldudal, helgina 28. – 29. september næstkomandi. Það verður auglýst nánar síðar.
Fréttasafn
- 2025
- janúar
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember