Fara í efni  

Fréttir

Bílddælingar bretta upp ermar

Bílddælingar bretta upp ermar
Frá íbúafundinum á Bíldudal

Á íbúaþingi á Bíldudal um liðna helgi, töldu þátttakendur að húsnæðismál, heilbrigðisþjónusta, samgöngur og íþrótta- og æskulýðsmál, séu mikilvægustu stoðirnar í eflingu staðarins.  Vel var mætt til þessa tveggja daga þings og um 40 manns tóku þátt í líflegri og frjórri samræðu.  Allt var til umræðu og stungu þátttakendur upp á málefnum, allt frá samgöngum til samskipta, ferðaþjónustu til fiskvinnslu og handverki til heilbrigðisþjónustu, svo eitthvað sé nefnt.

Á Bíldudal eru áform um töluverða uppbyggingu í tengslum við laxeldi og mótuðust umræður nokkuð af þeim væntingum, þó nú sé í raun biðstaða, þar til endanlegar ákvarðanir liggja fyrir. 

Samvinna og samstaða voru þátttakendum ofarlega í huga og urðu strax á þinginu til nokkrir vinnuhópar íbúa og brottfluttra sem ætla að fylgja málum eftir.

Varðandi samgöngur er tenging norður- og suðursvæðis Vestfjarða gríðarlega mikilvæg að mati þátttakenda og lagði samgönguhópur einnig áherslu á leið B1 frá Vestfjörðum til Reykjavíkur.  Rætt var um allar mögulegar leiðir til uppbyggingar nýs íbúðarhúsnæðis, tegundir húsa, aðkomu Vesturbyggðar, leigufélög og síðast en ekki síst fjármögnun.

Horft var á allt svæðið á sunnanverðum Vestfjörðum sem eina heild varðandi íþrótta- og æskulýðsmál og m.a. rætt um möguleika á æskulýðs- og íþróttafulltrúa og „æskulýðsvagni“.

Heilbrigðisþjónustan skiptir miklu máli og var rætt um tengingu læknaheimsókna og mæðraskoðunar, sérfræðiþjónustu og afgreiðslu lyfja.  Kallað var eftir daggæslu fyrir ungabörn og viðraðar hugmyndir um leiðir til að styðja við fólk með ung börn og þar með stuðla að fjölgun íbúa.  Einnig kom fram áhugi á að efla þjónustu við eldri borgara.

Heimamenn sjá töluverða möguleika í ferðaþjónustu og rötuðu þar margar hugmyndir á blað, s.s. fuglaskoðun, áningarstaðir, gönguferðir, upplýsingaskilti, möguleiki á „besta tjaldsvæði í Evrópu“ og ferðaþjónusta utan háannatíma.  Mikill áhugi er á að bæta aðgengi að skógræktarsvæði og koma þar upp góðri aðstöðu til útivistar.

Engin fiskvinnsla er á Bíldudal um þessar mundir og voru ræddar ýmsar leiðir til að koma henni á, m.a. með samlagi meðal strandveiðimanna og annarra útgerðarmanna um litla fiskvinnslu.

Hafin var vinna við undirbúning að stofnun handverkshóps, sem hyggst finna sér húsnæði og tengja almenna tómstundavinnu og sölu til gesta og gangandi.  Þá var rætt um bæjarhátíðina „Bíldudals grænar baunir“ og er stefnt að því að stofna nýtt félag um hátíðina, með þátttöku heimamanna og brottfluttra.

Fjörug umræða varð um hvernig hægt er að fá konur til að flytja út á land og var rætt um atvinnutækifæri og margvíslega þjónustu og samveru.

Á þinginu urðu til nokkrir vinnu- og Facebook hópar til að ýta málum áfram og ákveðið að stefna að reglulegum kaffi- eða súpfundum um málefni Bíldudals.  Verkefnisstjórn, sem í sitja fulltrúar Byggðastofnunar, Vesturbyggðar, HA,  AtVest, Fjórðungssambands Vestfirðinga og íbúa á Bíldudal, mun nú fara yfir skilaboð þingsins og setja mál í farveg eftir því sem kostur er.  Í nóvember verður haldinn annar íbúafundur þar sem gert verður grein fyrir stöðu mála og framhaldi.


Til baka

Fréttasafn

2025
janúar
2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389