Fréttir
Betri lánakjör í landsbyggðunum
Byggðastofnun hefur undirritað samstarfssamning við European Investment Fund (EIF) um aðild að ábyrgðakerfi sjóðsins á grundvelli s.k. COSME áætlunar sem hefur það að markmiði að bæta aðgengi lítilla og meðalstórra fyrirtækja að lánsfjármagni á samkeppnishæfum kjörum. EIF er sjóður í eigu Evrópubankans, Evrópusambandsins og annarra minni opinberra og einkaaðila. Ísland á aðild að EIF í gegnum aðild að EES samningnum.
Samningurinn veitir Byggðastofnun 50% bakábyrgð á lánum veittum úr tilteknum lánaflokkum. Gerir þetta stofnuninni kleift að útvíkka þessa lánaflokka og mæta þar með lánsþörfum landsbyggðanna enn betur en áður.
Þannig hefur verið stofnaður sérstakur lánaflokkur vegna kynslóðaskipta í landbúnaði, en ungum bændum hefur reynst erfitt að fjármagna kaup á bújörðum sökum hefðbundinnar 25% eiginfjárkröfu. Mun ungum bændum nú standa til boða allt að 90% fjármögnun vegna kynslóðaskipta með tilkomu ábyrgðakerfis EIF.
Að sama skapi mun stofnunin bjóða allt að 90% lán vegna verkefna sem stuðla að umhverfisvernd. Þar með talið nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa, bættrar orkunýtni, mengunarvarna, bættrar auðlindanotkunar, lífrænnar matvælaframleiðslu o.s.frv.
Þá mun viðkvæmum sjávarbyggðum standa til boða hagstæð lán til fiskvinnslu og útgerðar með allt að 75% veðsetningu í fiskiskipum með kvóta.
Til viðbótar verða núverandi lánaflokkar stofnunarinnar enn í boði á starfsvæði hennar. Má þar helst nefna sérstök lán til stuðnings atvinnurekstri kvenna sem notið hafa mikilla vinsælda og lán vegna nýsköpunar í landsbyggðunum.
Allar nánari upplýsingar um lánaflokka Byggðastofnunar má finna hér á heimsíðunni undir "Fjármögnun" eða hjá Arnari Má Elíassyni, forstöðumanni fyrirtækjasviðs.
Myndin er tekin við undirritun fyrsta lánsins í samstarfi við EIF vegna kynslóðaskipta í landbúnaði sem veitt var ungum bændum til kaupa á jörðinni Dæli í Skíðadal í Dalvíkurbyggð. Frá vinstri á myndinni eru: Arnar Már Elíasson forstöðumaður fyrirtækjasviðs Byggðastofnunar og Aðalsteinn Þorsteinsson forstjóri ásamt Hjálmari Birgi Jóhannssyni og Brynhildi Heiðu Jónsdóttur og dætrum þeirra.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember