Fréttir
Betri Bakkafjörður styrkir níu verkefni
Þann 5. júní sl. voru 13,5 milljónum úr verkefninu Betri Bakkafjörður vegna ársins 2020 úthlutað til níu samfélagseflandi verkefna á Bakkafirði. Auglýst var síðastliðinn apríl, þrettán umsóknir bárust um styrki að upphæð kr. 57,3 milljónir. Að þessu sinni var úthlutað mun meiri fjármunum en gengur og gerist í tengslum við átaksverkefni í Brothættum byggðum sem Alþingi samþykkti á liðnum vetri vegna veirufaraldurs.
Heildarlisti yfir styrkþega vegna styrkja fyrir árið 2020:
Nafn umsækjanda |
Nafn verkefnis |
Styrkupphæð |
Bjargið ehf, fiskvinnsla |
Endurbætur á starfsmannarými |
1.100.000,- |
Bakkfiskur ehf |
Bragginn - menningarhús |
5.000.000,- |
Bjargið ehf, fiskvinnsla |
Endurbætur á vinnsluhúsnæði |
2.300.000,- |
Baldur Öxdal Halldórsson |
Halldórshús, byggt um 1906, endurbætur |
1.000.000,- |
Langanesbyggð |
Endurbætur á tjaldstæði |
650.000,- |
Þórir Örn Jónsson |
Markaðsátak Bakkafjarðar |
1.400.000,- |
Malgorzata Bluszko |
Ræktun matjurta til endursölu |
350.000,- |
N4 ehf. |
Uppskrift að góðum degi í Bakkafirði |
1.400.000,- |
Fornleifastofnun/sóknarnefnd |
Skeggjastaðir fornminjar |
370.000,- |
|
|
Kr.13.570.000,- |
Um er að ræða fjölbreytt verkefni sem hlutu styrki að þessu sinni. Verkefni s.s. í uppbyggingu og endurreisn atvinnufyrirtækja, framleiðslu á matjurtum, markaðsátak fyrir Bakkafjörð, fornleifarannsóknir, endurbygging Halldórshúss sem byggt var árið 1906. Stærsti styrkurinn í þessar úthlutun rennur til uppbyggingar á Bragga sem stendur á tanganum ofan við gömlu höfnina. Þar er gert ráð fyrir fjölbreyttri listastarfsemi, auk þess verður íbúð í húsnæðinu sem getur hýst listamenn sem dvelja tímabundið á Bakkafirði. Markmiðið með þessum verkefnum er að styrkja innviði Bakkafjarðar, skapa atvinnu og fjölga fólki á svæðinu í samræmi við stefnumótun fyrir verkefnið sem samþykkt var á íbúafundi. Þá var ákveðið að gefa verkefnum Bjargsins ehf og Bakkafisks ehf færi á að sækja um frekari stuðning úr hinum hluta átaksverkefnis í Brothættum byggðum 2020, svokallaðan Öndvegissjóð.
Fulltrúum styrkþega var boðið til formlegrar úthlutunar og vöfflukaffis í Búðinni á Bakkafirði þar sem Rekin er veitingaþjónusta fyrir íbúa og gesti.
Verkefnið Brothættar byggðir miðar að víðtæku samráði og því að virkja þekkingu og getu íbúa byggðarlaga til að móta framtíðarsýn, markmið og lausnir. Enn fremur að virkja frumkvæði og samtakamátt íbúa og auka vitund þeirra um eigin þátt í þróun samfélagsins.
Nánari upplýsingar veitir Ólafur Áki Ragnarsson (olafur@ssne.is) verkefnisstjóri verkefnisins í síma 893-6434.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember