Fréttir
AVS sjóðurinn flytur til Byggðastofnunar
Nú um áramót flutti AVS rannsóknarsjóður í sjávarútvegi yfir til Byggðastofnunar. AVS veitir styrki til rannsóknar- og þróunarverkefna sem auka verðmæti sjávarfangs, en skammstöfunin AVS stendur fyrir ,,Aukið Verðmæti Sjávarfangs".
Styrkir eru veittir til verkefna sem taka á öllum þáttum sjávarútvegs og fiskeldis. Styrkir AVS rannsóknasjóðs eru til hagnýtra rannsókna og ætlaðir einstaklingum, fyrirtækjum, rannsókna-, þróunar- og háskólastofnunum. Úthlutunarnefnd sjóðsins forgangsraðar tillögum til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um styrki til rannsókna í þágu verkefna sem auka verðmæti sjávarfangs og styrkja samkeppnishæfni sjávarútvegsins.
Starfsemi sjóðsins verður að öllu leyti óbreytt og umsækjendur geta reiknað með að fá svör við afgreiðslu umsókna seinni hluta febrúar eins og reiknað hefur verið með. Heimasíðan avs.is verður fyrst um sinn óbreytt en stefnt er að uppfærslu hans fljótlega á nýju ári.
Við þessar breytingar var fyrri stjórn sjóðsins leyst frá störfum en þess í stað skipuð þriggja manna úthlutunarnefnd, sem tekur við því hlutverki stjórnar að útbúa tillögur um styrki byggða á mati faghópa. Faghóparnir eru í fiskeldi, líftækni og veiðum & vinnslu og munu starfa eins og áður og eru að verulegu leyti óbreyttir. Pétur Bjarnason starfsmaður sjóðsins flytur með til Byggðastofnunar og er Pétur boðinn velkominn til starfa.
Nýtt netfang Péturs er peturb@byggdastofnun.is en netföngin avs@avs.is og petur@avs.is virka áfram.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember