Fara í efni  

Fréttir

Aukinn fjöldi umsókna til NORA

Umsóknarfrestur um verkefnastyrki frá Norrænu Atlantsnefndinni, NORA, rann út þann 6. október sl.  Þetta er í þriðja sinn sem úthlutað er að haustinu, en einnig er úthlutun að vori.

Að þessu sinni bárust 36 umsóknir sem er talsvert meira en áður að haustinu, en fyrir ári síðan voru umsóknirnar 19.   Íslendingar hafa alla jafna verið mjög virkir þátttakendur í verkefnum sem NORA styrkir og eiga þeir aðild að 29 umsóknum af 36.

Alla jafna leggur NORA áherslu á fjögur meginsvið, auðlindir sjávar, ferðaþjónustu, upplýsingatækni og annað svæðasamstarf. Að þessu sinni var sérstök áhersla lögð á verkefni á sviði upplýsingatækni og samgangna. Aðeins fimm af 36 umsóknum voru á þessu sviði. Umsóknir um styrki til verkefna sem flokkast undir auðlindir sjávar eða annað svæðasamstarf eru 23 talsins og átta eru á sviði ferðaþjónustu.

Lars Thostrup, framkvæmdastjóri NORA, lýsir yfir mikilli ánægju með vaxandi aðsókn að styrkjum sjóðsins. Nú er verið að fara yfir umsóknir í samstarfi landskrifstofanna og aðalskrifstofunnar í Færeyjum. Framkvæmdastjórn NORA mun síðan afgreiða umsóknirnar á fundi sínum kringum miðjan desember. Umsækjendur mega vænta svars fyrir jól.

Sjá nánar heimasíðu NORA,http://www.nora.fo/

Einnig má hafa samband við tengilið NORA á Íslandi, Sigríði K. Þorgrímsdóttur, þróunarsviði Byggðastofnunar, sími 455 5400 eða netfang sigga@byggdastofnun.is 


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389