Fréttir
Viðbótaraflamark á Bakkafirði
Bakkafjörður – boð um samstarf
Með breytingu á lögum nr 116/2006 þann 25. júní 2013 samþykkti Alþingi að Byggðastofnun skuli næstu fimm fiskveiðiár hafa til ráðstöfunar aflaheimildir til að styðja byggðarlög í alvarlegum og bráðum vanda vegna samdráttar í sjávarútvegi. Byggðastofnun hefur mótað eftirfarandi viðmið um úthlutun veiðiheimilda samkvæmt þessari heimild.
Meginmarkmið verkefnisins er að auka byggðafestu í þeim sjávarbyggðum sem:
- standa frammi fyrir alvarlegum og bráðum vanda vegna skorts á aflaheimildum eða óstöðugleika í sjávarútvegi,
- eru háðastar sjávarútvegi og eiga minnsta möguleika á annarri atvinnuuppbyggingu,
- eru fámennar, fjarri stærri byggðakjörnum og utan fjölbreyttra vinnusóknarsvæða.
Í því skyni er stefnt að uppbyggingu í sjávarútvegi sem:
- skapar eða viðheldur sem flestum heilsársstörfum fyrir bæði konur og karla við veiðar, vinnslu og afleidda starfsemi í viðkomandi sjávarbyggðum,
- stuðlar að sem öflugastri starfsemi í sjávarútvegi til lengri tíma og dregur sem mest úr óvissu um framtíð sjávarbyggðanna.
Stjórn Byggðastofnunar hefur nú ákveðið að auglýsa eftir samstarfsaðilum um nýtingu allt að 150 þorskígildistonna til að stuðla að meginmarkmiðum verkefnisins á Bakkafirði.
Til að umsókn komi til greina þarf hún að innihalda greinargóða lýsingu á eftirfarandi þáttum:
- Trúverðugum áformum um útgerð, vinnslu sjávarafurða eða aðra starfsemi.
- Fjölda heilsársstarfa fyrir karla og konur.
- Sem bestri nýtingu þeirra veiðiheimilda sem fyrir eru í byggðarlaginu.
- Öflugri starfsemi til lengra tíma sem dregur sem mest úr óvissu um framtíðina.
- Jákvæðum áhrifum á önnur fyrirtæki og samfélagið.
- Traustri rekstrarsögu forsvarsmanna umsækjanda.
Samstarf um uppbyggingu sjávarútvegs á Bakkafirði er háð því að fram komi umsóknir sem falla með trúverðugum hætti að meginmarkmiðum verkefnisins. Takist ekki slíkt samstarf á Bakkafirði mun þessi hluti aflamarks Byggðastofnunar verða nýttur með öðrum hætti.
Umsóknareyðublað, reglugerð um úthlutun og nýtingu veiðiheimilda ásamt nánari upplýsingum er að finna á vef Byggðastofnunar www.byggdastofnun.is. Umsóknir skal senda til Byggðastofnunar, á netfangið byggdastofnun@byggdastofnun.is fyrir kl. 12:00 þriðjudaginn 26. nóvember nk. Nánari upplýsingar veita Aðalsteinn Þorsteinsson forstjóri og Sigurður Árnason starfsmaður þróunarsviðs.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember