Fara í efni  

Fréttir

Auglýsing um framlög vegna fjarvinnslustöðva

Auglýsing um framlög vegna fjarvinnslustöðva
Golli - Mynd fengin af vef Stjórnarráðsins

Innviðaráðherra auglýsir eftir umsóknum um framlög sem veitt eru á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2018-2024 vegna verkefna sem tengjast aðgerð B.8 Fjarvinnslustöðvar.

Um aðgerðina

Markmið aðgerðarinnar er tvíþætt. Annars vegar að koma opinberum gögnum á stafrænt form og hins vegar að fjölga atvinnutækifærum á landsbyggðinni. Ráðuneyti og stofnanir sem ráðast í slík átaksverkefni utan vinnusóknarsvæðis höfuðborgarsvæðisins geta sótt um stuðning. Heimilt er að endurgreiða allt að 80% af kostnaði við hvert stöðugildi.

Við mat á umsóknum verður stuðst við eftirfarandi þætti:

  • Samsetningu atvinnulífs og atvinnustig á viðkomandi svæði
  • Íbúaþróun
  • Þróun á starfsmannafjölda stofnunar
  • Tengingu við stefnur og áherslur stjórnvalda
  • Önnur atriði sem skipta máli við mat á aðstæðum viðkomandi svæðis

Styrkhæfir aðilar

Ráðuneyti og stofnanir ríkisins utan vinnusóknarsvæðis höfuðborgarsvæðisins geta sótt um. Stuðst er við þá skilgreiningu að vinnusóknarsvæði höfuðborgarsvæðisins nái suður og vestur yfir Suðurnes, austur fyrir Selfoss og norður að Borgarnesi, svokallað Hvítá-Hvítá svæði.

Styrkfjárhæðir í boði

Allt að 35 milljónum króna verður úthlutað. Heimilt er að veita styrki til sama verkefnis til allt að fimm ára, með fyrirvara um fjárheimildir fjárlaga hvers árs. Styrkfjárhæð getur numið allt að 80% af heildarkostnaði við hvert stöðugildi.

Atriði sem þurfa að koma fram í umsókn

Vísað er í reglur um úthlutun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra á framlögum sem veitt eru á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar 2018-2024.

Í umsókn skal umsækjandi meðal annars lýsa með greinargóðum hætti markmiðum verkefnis sem liggur til grundvallar umsókn, áætlun um framkvæmd þess og tíma- og kostnaðaráætlun. Í umsókn þarf að koma fram nákvæm upphæð sem sótt er um. Þá skal koma fram áætlað mat á áhrifum verkefnisins. Njóti umsækjandi annarra styrkja eða framlaga vegna verkefnisins skal hann gera grein fyrir slíkum framlögum eða styrkjum.

Einungis umsóknir sem uppfylla skilyrði auglýsingar og úthlutunarskilmála verða teknar til greina.

Valnefnd, umsögn Byggðastofnunar, tímafrestur og áætlaður afgreiðslutími

Umsóknir þurfa að berast í gegnum rafrænt umsóknarform Byggðastofnunar fyrir miðnætti þriðjudagsins 14. febrúar 2022.

Þriggja manna valnefnd metur allar umsóknir að fenginni umsögn Byggðastofnunar og gerir tillögu til ráðherra um úthlutun styrkja.

Áætlað er að niðurstöður ráðherra liggi fyrir í mars 2022.

Byggðastofnun annast fyrir hönd ráðuneytisins samningsgerð við styrkþega, umsýslu með greiðslum og eftirlit með framkvæmd verkefnis.

Nánari upplýsingar veitir Sigríður K. Þorgrímsdóttir, sérfræðingur hjá Byggðastofnun sigga@byggdastofnun.is.


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389