Fara í efni  

Fréttir

Atvinnutekjur 2008-2015 eftir atvinnugreinum og svæðum

Í skýrslu um atvinnutekjur á tímabilinu 2008 til 2015 er gefin mynd af þróun atvinnutekna á landinu eftir atvinnugreinum, kyni, landshlutum og svæðum. Ljóst er af umfjölluninni að samtölur og meðaltöl slétta út mun á milli atvinnugreina og landsvæða og gefa óljósa mynd af þróun einstakra atvinnugreina á einstökum svæðum. Atvinnutekjur á árinu 2015 námu tæpum 980 milljörðum kr. og voru að raunvirði ríflega prósenti hærri en þær voru hrunárið 2008 á meðan íbúum fjölgaði um rúmlega 5%. Atvinnutekjur hækkuðu mest á Suðurnesjum og á Suðurlandi en einnig nokkuð á Norðurlandi eystra. Á sama tíma stóðu þær í stað á höfuðborgarsvæðinu og Vesturlandi en drógust saman Vestfjörðum, Norðurlandi vestra og Austurlandi.

Breytileiki var verulegur innan landshlutanna, jafnvel milli byggða sem liggja þétt saman. Á höfuðborgarsvæðinu varð samdráttur í Reykjavík og á Seltjarnarnesi, en aukning á atvinnutekjum í öðrum sveitarfélögunum á svæðinu. Á Suðurnesjum er svipaða sögu að segja þar sem að mikil aukning varð í Grindavík, nokkur í Reykjanesbæ en samdráttur í hinum sveitarfélögunum þremur. Á Vesturlandi varð samdráttur í Borgarfirði og Dölum á meðan aukning varð á atvinnutekjum á öðrum svæðum. Á Vestfjörðum varð samdráttur í Ísafjarðarbæ en aukning í heildina utan hans. Á Norðurlandi vestra varð verulegur samdráttur í atvinnutekjum bæði í Húnavatnssýslum og í Skagafirði. Á Norðurlandi eystra má rekja nær alla aukningu í atvinnutekjum til Eyjafjarðarsvæðisins á meðan Þingeyjarsýslurnar rétt halda sínu. Á Austurlandi varð aukning sunnan Fagradals en samdráttur norðan hans. Á Suðurlandi varð nokkuð myndarleg aukning atvinnutekna alls staðar nema í Sveitarfélaginu Árborg, Hveragerði og Ölfusi og í Rangárvallasýslu.

Aukning varð á atvinnutekjum í nær öllum atvinnugreinum fyrir utan byggingastarfsemi og mannvirkjagerð og fjármála- og vátryggingastarfsemi þar sem atvinnutekjur drógust samtals saman um yfir 60 milljarða kr. á verðlagi ársins 2015 á milli áranna 2008 og 2015. Á móti þessu kom aukning sem af stærstum hluta má tengja ferðaþjónustu en einnig fiskvinnslu og opinberri þjónustu.

Atvinnutekjur karla og kvenna eru einnig mjög mismunandi eftir landshlutum og greinum. Hlutfall atvinnutekna kvenna er hæst á höfuðborgarsvæðinu tæp 42% en lægst á Austurlandi þar sem þær eru 32%. Kynjaskipting vinnumarkaðarins endurspeglaðist líka vel í þessum tölum þar sem að tæp ¾ atvinnutekna í fræðslustarfsemi og í heilbrigðis- og félagsþjónustu renna til kvenna en innan við 10% í karllægum greinum eins og námu- og jarðefnavinnslu, byggingastarfsemi og mannvirkjagerð og í fiskveiðum.

Meðalatvinnutekjur drógust saman á tímabilinu um 2,9% á landinu öllu. Mest drógust þær saman á Seltjarnarnesi um 7,7% aðallega vegna samdráttar í fjármála- og vátryggingastarfsemi, í Reykjavík um 7,2%, í Kópavogi og Hafnarfirði um 4,8% vegna samdráttar í fjármála- og vátryggingastarfsemi og byggingar- og mannvirkjagerð. Mest jukust meðalatvinnutekjurnar hlutfallslega hins vegar á suðurhluta Austurlands um 23,5%, á norðurhluta Austurlands um 16,2%, í Grindavík um 15,2% og í Vestmannaeyjum um 7,2% fyrst og fremst vegna aukningar atvinnutekna í sjávarútvegi. Hæstu atvinnutekjurnar voru í Garðabæ, Seltjarnarnesi og á suðurhluta Austurlands. 

Atvinnutekjur 2008-2015 eftir atvinnugreinum og svæðum


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389