Fréttir
Átta ný forverkefni samþykkt
Stjórn Norðurslóðaáætlunarinnar samþykkti á fundi sínum fyrr í mánuðinum átta ný forverkefni sem hafa það að markmiði að undirbúa umsóknir um aðalverkefni. Af þessum átta verkefnum eru þrjú með íslenskum þátttakendum en þau eru:
Nordic Bridge - Bridging Gaps through Problem-Solution Matchmaking in the Nordic Region
Markmiðið er að umbreyta starfssvæði Norðurslóðaáætlunarinnar í vistkerfi, samstarfs, nýsköpunar og velsældar með því að byggja upp stafrænt samskiptatorg sem tengi háskóla, atvinnulíf og hið borgaralega samfélag. Þannig verði skapaður vettvangur fyrir þau úrlausnarefni sem eftir er kallað og mögulegar lausnir þeirra. Undirbúningsverkefnið felst í nauðsynlegri grunnvinnu, s.s. þarfagreiningu, skilgreiningu hagaaðila og þróun aðalverkefnis.
Þátttakendur eru; Nord University (NO), sem leiðir verkefnið, Lapland University of Applied Sciences (FI), Bodø Business Forum (NO), NCE Aquaculture (NO), Háskólinn á Hólum og Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra.
CASBAT - Cascading use of side streams to produce sustainable battery chemicals
Verkefnið snýr að því að koma á samstarfi milli rannsóknarstofnana og atvinnulífsins á starfssvæði Norðurslóðaáætlunarinnar í þeim tilgangi að finna kísilríkt staðgönguhráefni á svæðinu fyrir rafhlöðuiðnaðinn. Í undirbúningsverkefninu fer fram frumskoðun á mögulegum hráefnum á svæðinu og mat á þeim til umræddrar framleiðslu.
Þátttakendur eru; Centria University of Applied Sciences Ltd (FI) sem leiðir verkefnið, University of Eastern Finland (FI) og Háskóli Íslands.
GIFT - Geographical Indication (GI) boosting Food and Tourism sectors in Northern areas
Verkefnið styrkir samkeppnisstöðu og sýnileika staðbundinnar matvælaframleiðslu, handverks og ferðaþjónustu á starfssvæði áætlunarinnar. Markmiðið er að efla samstarf lítilla og meðalstórra fyrirtækja í þeim tilgangi að auka sýnileika svæðisins með því að þróa umsókn um aðalverkefni sem snýr að því að nýta betur upprunamerkingarkerfi Evrópusambandsins og þau markaðstækifæri sem því fylgja.
Þátttakendur eru; University of Helsinki (FI) sem leiðir verkefnið, Local Enterprise Office, Donegal County Council (IE) og Icelandic Lamb.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember