Fara í efni  

Fréttir

Átta fundir um atvinnuuppbyggingu og þróun íbúðamarkaðar

Byggðastofnun í samstarfi við landshlutasamtökin, HMS, Samtök iðnaðarins og Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið hefur nú lokið fundaherferð sinni um landið. Haldnir voru átta fundir víða um land, á Sauðárkróki, Húsavík, Borgarnesi, Selfossi, Ísafirði, Hornafirði, Egilsstöðum og Reykjanesbæ.

Vel var mætt á fundina og sköpuðust góðar umræður á þeim öllum en ljóst er að bæði tækifæri og áskoranir eru fjölbreytt víða um land.

Starfsmenn Byggðastofnunar kynntu starfsemi stofnunarinnar sem og þá lánaflokka sem nýst geta til uppbyggingar í landsbyggðunum. Aðsókn í lán hjá Byggðastofnun er misjöfn eftir landssvæðum en fram kom hjá fundargestum að lánastarfsemi stofnunarinnar er gífurlega mikilvæg til uppbyggingar á atvinnustarfsemi í öllum landshlutum.

Landshlutasamtökin á hverjum stað fjölluðu um hlutverk og markmið sín. Gríðarleg vöntun er á íbúðarhúsnæði í öllum landshlutum sem aftrar frekari atvinnuuppbyggingu og ljóst að tækifæri eru til staðar til uppbyggingar á landinu öllu.

HMS kynnti niðurstöður nýjustu talningar íbúða í byggingu og hvernig sú niðurstaða fellur að húsnæðisáætlunum sveitafélaga þar sem fram kemur að fara þurfi í mikla uppbyggingu ef áætlanir eigi að nást. Fjallað var um hvaða úrræði eru í boði hjá stofnuninni fyrir húsbyggjendur og þá voru drög að nýrri mannvirkjaskrá kynnt til sögunnar. Mannvirkjaskránni er ætlað að einfalda ferlið verulega með það að markmiði að auka skilvirkni með notendavænni umsóknarferlum, bættri þjónustu, einfaldari stjórnsýslu og samræmdara verklagi.

Fulltrúi HVIN kynnti Lóu-nýsköpunarstyrki, hvert hlutverk styrkjanna er, hverjir geta sótt í sjóðinn og hvernig skal standa að því að sækja um. Í kynningunni kom meðal annars fram að lykillinn að bættum lífsgæðum og fleiri tækifærum er að hugvitið verði stærsta útflutningsgrein þjóðarinnar. Upplýst var að tæp 200 verkefni hafi nú þegar fengið styrk úr Lóu á árunum 2022 og 2023.

Við þökkum landshlutasamtökunum, HMS, Samtökum iðnaðararins og HVIN fyrir gott samstarf sem og öllum þeim fundargestum sem sóttu fundina.

Glærur Byggðastofnunar má finna hér.

 

 

 



Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389