Fréttir
Athugasemdir við þingsályktunartillögu þessa.
Samkvæmt 7. gr. laga um Byggðastofnun, nr. 106/1999, skal iðnaðarráðherra leggja fyrir Alþingi tillögu að stefnumótandi
byggðaáætlun fyrir hvert fjögurra ára tímabil. Áætlunin skal lýsa markmiðum og stefnu ríkisstjórnarinnar í
byggðamálum, áætlunum um aðgerðir og tengsl byggðastefnu við almenna stefnu í efnahags- og atvinnumálum og áætlunum á
sviði opinberrar þjónustu. Í byggðaáætlun skal gerð grein fyrir ástandi og horfum í þróun byggðar í landinu.
Byggðaáætlun skal unnin í samvinnu við Byggðastofnun og við gerð hennar skal iðnaðarráðherra hafa samráð við önnur
ráðuneyti, sveitarfélög og aðra aðila eftir þörfum.
Með erindisbréfi, dags. 13. júní 2001, skipaði iðnaðar- og viðskiptaráðherra sex manna verkefnisstjórn, auk þriggja starfshópa,
til að vinna að undirbúningi og gerð tillögu um fjög urra ára byggðaáætlun fyrir árin 2002-2005. Í skipunarbréfi
verkefnisstjórnar segir: „Fjallað verði um tengingu byggðaáætlunar við aðra áætlanagerð á sviði opinberrar
þjónustu í land inu. Jafnframt verði sérstaklega fjallað um aðkomu sveitarfélaga og atvinnuþróunarfélaga að
byggðaáætlun. Þá verði fjallað um aðgerðir sem geti orðið til þess að bæta almenn skilyrði til búsetu á
landsbyggðinni. Í vinnu sinni skal verkefnisstjórnin og starfshóparnir taka mið af stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar, megináherslum
ráðherra byggðamála 2001-2003, þeirri reynslu sem fengist hefur við framkvæmd gildandi byggðaáætlunar og reynslu annarra
þjóða.“
Í verkefnisstjórn áttu sæti:
Páll Skúlason, rektor Háskóla Íslands, formaður.
Björg Ágústsdóttir sveitarstjóri.
Finnbogi Jónsson verkfræðingur.
Guðjón Guðmundsson alþingismaður.
Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður.
Sigfús Jónsson ráðgjafi.
Starfshópunum þremur var falið að undirbúa sérstakar tillögur á sviði alþjóðasamskipta, atvinnumála og fjarskipta- og
upplýsingatækni.
Í starfshópi um alþjóðasamvinnu áttu sæti:
Elísabet Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri Þróunarstofu Austurlands, formaður.
Andrés Magnússon, forstöðumaður Impru.
Ingunn H. Bjarnadóttir, starfsmaður Byggðastofnunar.
Margrét María Sigurðardóttir lögfræðingur.
Orri Hlöðversson, framkvæmdastjóri Fjárvaka.
Í starfshópi um atvinnumál áttu sæti:
Ingi Björnsson, útibússtjóri Íslandsbanka, formaður.
Áslaug Alfreðsdóttir hótelstjóri.
Daníel Árnason framkvæmdastjóri.
Guðmundur Guðmundsson, starfsmaður Byggðastofnunar.
Róbert Jónsson, framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands.
Úlfar Steindórsson, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins.
Í starfshópi um upplýsinga- og fjarskiptamál áttu sæti:
Ingvar Kristinsson, Gopro Landsteinum Group hf., formaður.
Dagný Sveinbjörnsdóttir, Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða.
Helga Waage, OZ hf.
Stefán Jóhannesson, Þekkingu hf.
Sveinn Þorgrímsson iðnaðarráðuneyti.
Sæmundur Þorsteinsson, Landssímanum hf.
Þórarinn Sólmundsson, starfsmaður Byggðastofnunar.
Starfsmaður verkefnisstjórnar og starfshópanna var Jón Kalmansson. Enn fremur starfaði Halldór Árnason framkvæmdastjóri með
atvinnumálahópnum.
Verkefnisstjórn hélt alls 15 fundi. Hún hélt fundi með starfshópunum og auk þess tvo fundi með formönnum þeirra, hinn síðari 26.
október, er starfshóparnir luku störfum og skil uðu tillögum sínum til verkefnisstjórnar. Enn fremur fékk hún aðra aðila á sinn
fund, m.a. Hallgeir Aalbu, forstjóra norrænu byggðamálastofnunarinnar (Nordregio). Þá fékk verkefnis stjórnin nokkra sérfróða
aðila til að vinna greinargerðir og tillögur á tilteknum sviðum.
Starfshóparnir fengu til fundar við sig ýmsa sérfróða aðila. Þá efndi atvinnumálahópurinn til tveggja svokallaðra
hugarflugsfunda, til fyrri fundarins með fólki víða að af landinu og til hins síðari með ungu fólki frá ýmsum stöðum á
landinu, þar sem leitað var eftir framtíðar sýn þátttakenda til þróunar þjóðfélagsins og hugmyndum um hvernig stefna
stjórnvalda í byggðamálum geti tekið mið af þeirri þróun. Alls tóku hátt í þrjátíu manns þátt
í þessum fundum.
Í vinnu við mótun tillagna sinna naut verkefnisstjórnin aðstoðar og ráðgjafar ýmissa aðila, m.a. formanna starfshópanna og starfsmanna
Byggðastofnunar og atvinnuþróunarfélaga. Verkefnisstjórnin skilaði tillögum sínum til iðnaðarráðherra í byrjun janúar.
Í framhaldi af því voru tillögurnar teknar til umfjöllunar í ríkisstjórn og þá átti iðnaðarráðherra fundi
með einstökum ráðherrum þar sem farið var yfir tillögur verkefnisstjórnarinnar. Eftir þá yfirferð voru gerðar nokkrar breytingar og
viðbætur við tillögur verkefnisstjórnarinnar.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember