Fara í efni  

Fréttir

Átak til bættrar áætlanagerðar ríkis og sveitarfélaga

Byggðastofnun og Skipulagsstofnun hafa hafið samstarf um að finna leiðir til að koma á gagnagrunni landfræðilegra upplýsinga á landsvísu sem hafi að meginmarkmiði að styrkja áætlanagerð ríkis og sveitarfélaga. Þessi vinna mun vonandi leiða fljótlega til breiðara samstarfs við Hagstofuna, Fasteignaskrá Íslands, Landmælingar Íslands auk rannsóknarstofnana ýmissa samtaka og félaga sem búa yfir upplýsingum sem nýtast við áætlanagerð.

Í skipulags- og byggingarlögum kemur fram að markmið laganna er m.a. að stuðla að skynsamlegri og hagkvæmri nýtingu lands og landgæða, tryggja varðveislu náttúru- og menningarverðmæta og koma í veg fyrir umhverfisspjöll og ofnýtingu með sjálfbæra þróun að leiðarljósi. Í skipulagsreglugerð kemur fram að í skipulagsáætlunum skuli gera grein fyrir markmiðum viðkomandi stjórnvalda og ákvörðunum um framtíðarnotkun lands, fyrirkomulagi byggðar og þar á að lýsa forsendum þeirra ákvarðana sem teknar hafa verið. Forsendur ákvarðana eru margbreytilegar og varða m.a. atvinnulíf, samfélags- og mannfræðilegar upplýsingar, samgöngumál, húsnæðismál, nýsköpunarstarf og menntamál svo eitthvað sé nefnt.

Forsenda skynsamlegrar ákvarðanatöku á grundvelli áætlanagerðar er að til grundvallar hafi legið nákvæmar og aðgengilegar upplýsingar um þróun, stöðu og líklega framvindu. Til skamms tíma var hægt að nálgast ýmsar grunnupplýsingar hjá Byggðastofnunar m.a. um skiptingu íbúafjöldans eftir sveitarfélögum, aldurssamsetningu, atvinnugreinaskiptingu og tekjur eftir atvinnugreinum og spá um þróun að gefnum ákveðnum forsendum og fleira. Aðgengi að þessum upplýsingum hefur verið takmarkað um árabil en þær eru mikilvæg forsendna áætlanagerðar og ákvarðanatöku.

Byggðastofnun hefur margoft vakið athygli á nauðsyn þess að gert verði átak í því að auðvelda öflun, aðgengi og notkun grunnupplýsinga við alla áætlanagerð ríkis og sveitarfélaga og að tryggja þurfi greitt aðgengi íbúa að slíkum upplýsingum. Mikilvægt er að mörkuð sé heildarstefna fyrir opinbera aðila um öflun, varðveislu og miðlun landfræðilegra upplýsinga og að eflt verði samstarf og samvinna þeirra sem vinna með landfræðileg gögn og samræma vinnubrögð m.a. hvað varðar form gagna.

INSPIRE-tilskipun Evrópusambandsins um aðgang að upplýsingum um umhverfismál verður að öllum líkindum innleidd í íslenska löggjöf árið 2010 en þar er m.a. kveðið á um stöðlun og aðgengi að opinberum landupplýsingum í því skyni að tryggja endurnot og samnýtingu gagna.

Nú þegar ríki og sveitarfélög þurfa að endurmeta aðstæður er það ein forsenda árangurs að aðgengi sé greitt að réttum upplýsingum, því annars er forsendubrestur fyrir markvissri áætlanagerð og umræðu. Hver er hinn nýi raunveruleiki og hvernig þarf að bregðast við með sjálfbæra þróun að leiðarljósi. Tíminn er knappur og mikilvægt að rétt sé brugðist við aðsteðjandi vanda með vandaðri áætlanagerð og upplýstri ákvarðanatöku.

Þórarinn Sólmundarson
Sérfræðingur á þróunarsviði Byggðastofnunar

Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389