Fréttir
Ásmundur Guðjónsson verður nýr framkvæmdastjóri NORA
Færeyingurinn Ásmundur Guðjónsson tekur við stöðu framkvæmdastjóra Norræna Atlantssamstarfsins, NORA, þann 1. ágúst nk. Hinn nýi framkvæmdastjóri á að baki fjölþætta reynslu af norrænu samstarfi, auk þess að hafa góða innsýn í sjávarútveg og nýtingu auðlinda hafsins, en sjávarútvegur er undirstöðugrein í atvinnulífi svæðisins. Framkvæmdastjórn NORA valdi Ásmund úr hópi 52ja umsækjenda frá öllum fjórum NORA-löndunum.
Síðustu 30 árin hefur Ásmundur skipað stöðu deildarstjóra í færeysku umhverfis- og matvælastjórninni (1984-2001), verið verkefnastjóri rannsókna hjá sjávarútvegsráðuneytinu í Færeyjum (2001-2004) og ráðgjafi fyrir ráðuneytið frá árinu 2012. Á árunum 2004-2012 starfaði Ásmundur sem ráðgjafi hjá höfuðskrifstofu Norrænu ráðherranefndarinnar í Kaupmannahöfn, með sjávarútveg, fiskeldi og veiðar sjávarspendýra sem sérsvið.
Ásmundur hefur á sínum langa starfsferli öðlast góða innsýn í norrænt samstarf. Fyrir utan störf fyrir Norrænu ráðherranefndina hefur Ásmundur setið í fjölmörgum norrænum og vestnorrænum nefndum sem færeyskur embættismaður. Hann er nú formaður embættismannanefndar um sjávarútveg, en undir danskri formennsku Norrænu ráðherranefndarinnar gegna Færeyjar formennsku í norrænu samstarfi um fiskveiðar.
Ásmundur Guðjónsson er cand.scient. í líffræði með sjávarlíffræði sem sérgrein frá Kaupmannahafnarháskóla og Sjávarútvegsháskólanum í Tromsø. Hann er fæddur árið 1954 í Klakksvík í Færeyjum.
Ásmundur tekur við stöðunni þann 1. ágúst 2015, en hann er ráðinn samkvæmt samningi til fjögurra ára. Hann leysir af hólmi Lars Thostrup sem flytur aftur til Danmerkur eftir að hafa gegnt stöðu framkvæmdastjóra NORA í átta ár. Lars tekur á ný til starfa í danska utanríkisráðuneytinu.
Fréttasafn
- 2025
- janúar
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember