Fréttir
Ársreikningur Byggðastofnunar 2020
Stjórn Byggðastofnunar samþykkti í dag ársreikning Byggðastofnunar fyrir árið 2020.
Tap ársins nam 61,8 milljónum króna. Eiginfjárhlutfall í lok árs skv. eiginfjárákvæðum laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki var 19,12%.
Um stofnunina gilda lög um Byggðastofnun nr. 106/1999 og reglugerð nr. 347/2000. Hlutverk Byggðastofnunar er að efla byggð og atvinnulíf með sérstakri áherslu á jöfnun tækifæra allra landsmanna til atvinnu og búsetu. Í samræmi við hlutverk sitt undirbýr, skipuleggur og fjármagnar stofnunin verkefni og veitir lán með það að markmiði að treysta byggð, efla atvinnu og stuðla að nýsköpun í atvinnulífi. Fjármögnun verkefna skal eftir föngum vera í samstarfi við aðra. Stofnunin skipuleggur og vinnur að atvinnuráðgjöf í samstarfi við atvinnuþróunarfélög, sveitarfélög og aðra haghafa. Byggðastofnun fylgist með þróun byggðar í landinu, m.a. með gagnasöfnun og rannsóknum. Stofnunin getur gert eða látið gera áætlanir um þróun byggðar og atvinnulífs í þeim tilgangi að treysta búsetu og atvinnu í byggðum landsins.
Helstu niðurstöður úr ársreikningi Byggðastofnunar 2020
- Tap ársins nam 61,8 milljónum króna.
- Eiginfjárhlutfall skv. lögum um fjármálafyrirtæki var 19,12% en skal að lágmarki vera 8% auk 2,5% verndunarauka, eða samtals 10,50%. Þann 18. mars 2020 ákvað Fjármálastöðuleikanefnd Seðlabanka Íslands að aflétta 2% kröfu um sveiflujöfnunarauka fjármálafyrirtækja.
- Hreinar vaxtatekjur voru 522 milljónir króna eða 39,3% af vaxtatekjum, samanborið við 509 milljónir króna (43,5% af vaxtatekjum) hreinar vaxtatekjur árið 2019.
- Laun og annar rekstrarkostnaður nam 508 milljónum króna samanborið við 551 milljón árið 2019.
- Eignir námu 20.285 milljónum króna og hafa hækkað um 3.809 milljónir frá árslokum 2019. Þar af voru útlán 16.835 milljónir samanborið við 13.850 milljónir í árslok 2019.
- Skuldir námu 17.131 milljón króna og hækkuðu um 3.871 milljón á árinu.
Horfur
Eiginfjárstaða stofnunarinnar er áfram sterk og gefur henni færi á að vera öflugur bakhjarl atvinnulífs á landsbyggðinni.
Áhrif COVID-19 á rekstur Byggðastofnunar hafa að mestu komið fram í fjölda beiðna um frestun afborgana á lánum viðskiptavina hennar. Stofnunin var þátttakandi í samkomulagi viðskiptabanka, lánastofnana og lífeyrissjóða um tímabundna greiðslufresti á lánum fyrirtækja vegna heimsfaraldurs COVID-19 og gilti það til 30. september 2020. Það fól í sér að greiðslufrestir vegna áhrifa COVID-19 yrðu veittir til áramóta að hámarki.
Á árinu 2020 voru skráðar 160 beiðnir um greiðslufresti vegna áhrifa COVID-19 en þær voru 96 fyrstu 6 mánuði ársins. Kemur langmestur fjöldi þeirra frá aðilum í ferðaþjónustu og öðrum þjónustuaðilum. Ljóst er að áhrifin eru enn að koma fram og munu áfram hafa áhrif á sjóðstreymi stofnunarinnar. Stjórnvöld og Seðlabankinn hafa komið fram með fjölmargar aðgerðir til að vinna gegn neikvæðum efnahagslegum áhrifum faraldursins en mikil óvissa er enn um þróun faraldursins og hvenær verður endanlega hægt að létta af öllum takmörkunum sem til komnar eru vegna hans.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember