Fréttir
Ársreikningur Byggðastofnunar 2012
Ársreikningur Byggðastofnunar fyrir árið 2012, var staðfestur af stjórn stofnunarinnar 1. mars 2013.
Um stofnunina gilda lög um Byggðastofnun nr. 106/1999 og reglugerð nr. 347/2000. Hlutverk Byggðastofnunar er að vinna að eflingu byggðar og atvinnulífs á landsbyggðinni. Í samræmi við hlutverk sitt vinnur stofnunin að undirbúningi, skipulagi og fjármögnun verkefna og veitingu lána með það að markmiði að treysta byggð, efla atvinnu og stuðla að nýsköpun í atvinnulífi. Fjármögnun verkefna skal eftir föngum vera í samstarfi við aðra. Byggðastofnun fylgist með þróun byggðar í landinu, m.a. með gagnasöfnun og rannsóknum. Stofnunin skipuleggur og vinnur að atvinnuráðgjöf í samstarfi við atvinnuþróunarfélög, sveitarfélög og aðra. Stofnunin getur gert eða látið gera áætlanir um þróun byggðar og atvinnulífs í þeim tilgangi að treysta búsetu og atvinnu í byggðum landsins. Stofnunin getur einnig tekið þátt í gerð svæðisskipulags samkvæmt skipulagslögum.
Samkvæmt rekstrarreikningi nam tap af rekstri stofnunarinnar 152,8 milljónum króna á árinu 2012. Eigið fé í árslok samkvæmt efnahagsreikningi var 2.113,5 milljón króna Eiginfjárhlutfall samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki var 12,55%. Ákvæði laga um fjármálafyrirtæki segja til um að eigið fé skuli að lágmarki vera 8% af áhættugrunni og uppfyllti stofnunin því ákvæði laga þar um í lok árs 2012.
Alþingi samþykkti í fjárlögum 2012 heimild til að efla eigið fé Byggðastofnunar um allt að 2.000 milljónir króna. Af því framlagi voru 1.750 milljónir króna greiddar til stofnunarinnar í janúar 2012 og eftirstöðvarnar í byrjun janúar 2013.
Fyrir Hæstarétti Íslands og Héraðsdómi Norðurlands vestra eru nú rekin tvö mál þar sem tekist er á um lögmæti erlendra lána stofnunarinnar. Það er álit Byggðastofnunar og lögmanna hennar að skuldabréf stofnunarinnar séu lán í erlendri mynt en ekki ólögmæt gengislán. Ekki hafa verið færð sérstök varúðarframlög vegna þessara mála. Nánari er getið um þessi mál í skýringu nr. 17 með ársreikningnum.
Helstu niðurstöður úr ársreikningi Byggðastofnunar fyrir árið 2012:
- Tap stofnunarinnar á árinu nam 152,8 milljónum króna en til samanburðar var tapið 2011, 236 milljónir króna.
- Hreinar vaxtatekjur voru jákvæðar um 594 milljónir króna samanborið við 640 milljónir króna hreinar vaxtatekjur á árinu 2011.
- Rekstrartekjur námu 193 milljónir og lækkuðu um 126 milljónir króna sem skýrist aðallega af 155 milljón króna neikvæðum gengismun.
- Almenn rekstrargjöld, styrkir og framlög til atvinnuþróunarfélaga námu 488 milljónum króna.
- Framlög í afskriftarreikning útlána, og matsbreyting hlutafjár nam 445 milljónum en var til samanburðar 711 milljónir króna árið 2011.
- Handbært fé frá rekstri var 639 milljónir króna.
- Endanlega töpuð útlán námu 1.325 milljónum króna.
- Eignir námu 16.738 milljónum króna og hafa lækkað um 912 milljónir króna frá árinu 2011. Þar af voru útlán 13.422 milljónir króna.
- Lántökur námu 14.550 milljónir króna og hafa lækkað um 2.588 milljónir króna frá árinu 2011.
- Veittar ábyrgðir utan efnahagsreiknings námu 216 mkr.
- Eiginfjárhlutfall skv. lögum um fjármálafyrirtæki er 12,55% en skal að lágmarki vera 8% af eiginfjárgrunni.
Um ársreikninginn
Í árslok var eiginfjárhlutfall 12,55% eins og að ofan greinir. Ákvæði laga um fjármálafyrirtæki segja til um að eigið fé skuli að lágmarki vera 8% af áhættugrunni og uppfyllti stofnunin því ákvæði laga þar um í lok árs 2012.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember