Fara í efni  

Fréttir

Ársreikningur Byggðastofnunar 2011

Ársreikningur Byggðastofnunar fyrir árið 2011, var staðfestur af stjórn stofnunarinnar 27. febrúar 2012.  Samkvæmt rekstrarreikningi nam tap af rekstri stofnunarinnar 235,7 milljónum króna á árinu 2011.  Eigið fé í árslok samkvæmt efnahagsreikningi var 266,3 milljón króna    Eiginfjárhlutfall samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki var 1,34%


Helstu niðurstöður úr ársreikningi Byggðastofnunar fyrir árið 2011:

  • Tap stofnunarinnar á árinu nam 235,7 mkr.
  • Hreinar vaxtatekjur voru jákvæðar um 640 mkr. samanborið við 534 mkr. hreinar vaxtatekjur á árinu 2010.
  • Rekstrartekjur námu 319 mkr.
  • Almenn rekstrargjöld, styrkir og framlög til atvinnuþróunarfélaga námu 479 mkr.
  • Framlög í afskriftarreikning útlána, og matsbreyting hlutafjár nam 711 mkr.
  • Handbært fé frá rekstri var 707 mkr.
  • Endanlega töpuð útlán námu 1.861 mkr.
  • Eignir námu 17.650 mkr. og hafa hækkað um 655 mkr. frá árinu 2010.  Þar af voru útlán 14.215 mkr.
  • Skuldir námu 17.138 mkr. og hafa lækkað um 91 mkr. frá árinu 2010.
  • Veittar ábyrgðir utan efnahagsreiknings námu 218 mkr.
  • Eiginfjárhlutfall skv. lögum um fjármálafyrirtæki er 1,34% en skal að lágmarki vera 8% af eiginfjárgrunni.
  • Ríkissjóður greiddi skv. fjárlögum 2011, 1.000 mkr. til stofnunarinnar til að auka eigið fé hennar.

Um ársreikninginn

Í árslok var eiginfjárhlutfall 1,34% eins og að ofan greinir. Ákvæði laga um fjármálafyrirtæki segja til um að eigið fé skuli að lágmarki vera 8% af áhættugrunni og uppfyllti stofnunin því ekki ákvæði laga þar um í lok árs 2011.

Horfur

Alþingi samþykkti í fjárlögum 2012 heimild til að efla eigið fé Byggðastofnunar um allt að 2.000 milljónir króna.  Af því framlagi voru 1.750 milljónir króna greiddar  til stofnunarinnar í janúar 2012.  Eiginfjárhlutfall stofnunarinnar hækkaði með því framlagi sem greitt hefur verið í 10,09% miðað við efnahagsreikning stofnunarinnar í árslok.  Þegar eftirstöðvar heimildarinnar verða greiddar stofnuninni mun eiginfjárhlutfall hennar fara í 11,34%.  Ákvæðum laga um fjármálafyrirtæki um eiginfjárhlutfall voru því uppfyllt í upphafi árs 2012.

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar veitir Aðalsteinn Þorsteinsson, forstjóri Byggðastofnunar í síma 455 5400 eða á netfanginu adalsteinn@byggdastofnun.is

Hér má nálgast ársreikninginn


Til baka

Fréttasafn

2025
janúar
2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389